Mat hent í Ásbyrgi því enginn kemur að versla Sveinn Arnarsson skrifar 13. október 2017 06:00 Kaupmaður í Ásbyrgi segir gestum snarlega hafa fækkað. Vísir/Pjetur Nokkrir erfiðleikar eru í rekstri verslunar í Ásbyrgi. Samgöngur frá Dettifossi í Ásbyrgi eru sagðar lykilatriði heilsársreksturs verslunar á svæðinu. Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmaður í Ásbyrgi, segir að eftir hitametið í júlí hafi ferðamönnum snarfækkað. „Ég er að henda núna því sem ég keypti inn fyrir þremur vikum. Það er allt runnið út á tíma og ég er hættur að kaupa inn núna. Þetta gerist þegar veturinn skellur á,“ segir Ævar Ísak. „Það er erfitt að vera bjartsýnn þegar þetta er svona. Ætli ég haldi ekki svipuðu sniði og síðustu ár en líklega verð ég að loka til að þurfa ekki að greiða laun,“ heldur Ævar Ísak áfram.Ævar Ísak Sigurjónsson, kaupmaður í Ásbyrgi.vísir/friðrikÍ fyrra var tap á rekstri verslunarinnar í Ásbyrgi upp á um þrjár milljónir króna. Í árslok var handbært fé fyrirtækisins aðeins 90 þúsund krónur og versluninni því sniðinn afar þröngur stakkur. Ævar Ísak vonaði að með breytingum á samgöngum á svæðinu myndu ferðamenn koma í Ásbyrgi stóran hluta ársins en sú hefur ekki orðið raunin. „Í júlí var hitamet og gerði hér 27 gráður. Þá komu margir og tjaldstæðið fylltist. En síðan ekki söguna meir,“ segir Ævar Ísak. „Mest er svo sjokkið núna þegar það lokaðist í síðustu viku vegna snjókomu og Dettifossvegi var lokað að vestanverðu með keðju. Hann er fær núna en þar sem það gæti komið snjór í næstu viku tekur því ekki að opna hann.“ Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu, sveitarstjórnarmenn og þingmenn hafa barist lengi fyrir gerð heilsársvegar að Dettifossi frá Ásbyrgi en án árangurs. Nú sé svo komið að ferðamenn fari að Mývatni en leiðin að Ásbyrgi sé of löng. Hringtengingu vanti við Ásbyrgi og Húsavík á leið til Akureyrar. Ævar Ísak segir það leitt að malbikun Dettifossvegar hafi verið slegin af í fyrrahaust. „Ásbyrgi er perla en hingað koma fáir vegna lélegra samgangna. Það er ekki hægt að hafa opna verslun ef enginn kemur að versla.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Nokkrir erfiðleikar eru í rekstri verslunar í Ásbyrgi. Samgöngur frá Dettifossi í Ásbyrgi eru sagðar lykilatriði heilsársreksturs verslunar á svæðinu. Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmaður í Ásbyrgi, segir að eftir hitametið í júlí hafi ferðamönnum snarfækkað. „Ég er að henda núna því sem ég keypti inn fyrir þremur vikum. Það er allt runnið út á tíma og ég er hættur að kaupa inn núna. Þetta gerist þegar veturinn skellur á,“ segir Ævar Ísak. „Það er erfitt að vera bjartsýnn þegar þetta er svona. Ætli ég haldi ekki svipuðu sniði og síðustu ár en líklega verð ég að loka til að þurfa ekki að greiða laun,“ heldur Ævar Ísak áfram.Ævar Ísak Sigurjónsson, kaupmaður í Ásbyrgi.vísir/friðrikÍ fyrra var tap á rekstri verslunarinnar í Ásbyrgi upp á um þrjár milljónir króna. Í árslok var handbært fé fyrirtækisins aðeins 90 þúsund krónur og versluninni því sniðinn afar þröngur stakkur. Ævar Ísak vonaði að með breytingum á samgöngum á svæðinu myndu ferðamenn koma í Ásbyrgi stóran hluta ársins en sú hefur ekki orðið raunin. „Í júlí var hitamet og gerði hér 27 gráður. Þá komu margir og tjaldstæðið fylltist. En síðan ekki söguna meir,“ segir Ævar Ísak. „Mest er svo sjokkið núna þegar það lokaðist í síðustu viku vegna snjókomu og Dettifossvegi var lokað að vestanverðu með keðju. Hann er fær núna en þar sem það gæti komið snjór í næstu viku tekur því ekki að opna hann.“ Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu, sveitarstjórnarmenn og þingmenn hafa barist lengi fyrir gerð heilsársvegar að Dettifossi frá Ásbyrgi en án árangurs. Nú sé svo komið að ferðamenn fari að Mývatni en leiðin að Ásbyrgi sé of löng. Hringtengingu vanti við Ásbyrgi og Húsavík á leið til Akureyrar. Ævar Ísak segir það leitt að malbikun Dettifossvegar hafi verið slegin af í fyrrahaust. „Ásbyrgi er perla en hingað koma fáir vegna lélegra samgangna. Það er ekki hægt að hafa opna verslun ef enginn kemur að versla.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira