Viðskipti innlent

Mat hent í Ásbyrgi því enginn kemur að versla

Sveinn Arnarsson skrifar
Kaupmaður í Ásbyrgi segir gestum snarlega hafa fækkað.
Kaupmaður í Ásbyrgi segir gestum snarlega hafa fækkað. Vísir/Pjetur

Nokkrir erfiðleikar eru í rekstri verslunar í Ásbyrgi. Samgöngur frá Dettifossi í Ásbyrgi eru sagðar lykilatriði heilsársreksturs verslunar á svæðinu.

Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmaður í Ásbyrgi, segir að eftir hitametið í júlí hafi ferðamönnum snarfækkað.

„Ég er að henda núna því sem ég keypti inn fyrir þremur vikum. Það er allt runnið út á tíma og ég er hættur að kaupa inn núna. Þetta gerist þegar veturinn skellur á,“ segir Ævar Ísak.

„Það er erfitt að vera bjartsýnn þegar þetta er svona. Ætli ég haldi ekki svipuðu sniði og síðustu ár en líklega verð ég að loka til að þurfa ekki að greiða laun,“ heldur Ævar Ísak áfram.

Ævar Ísak Sigurjónsson, kaupmaður í Ásbyrgi. vísir/friðrik

Í fyrra var tap á rekstri verslunarinnar í Ásbyrgi upp á um þrjár milljónir króna. Í árslok var handbært fé fyrirtækisins aðeins 90 þúsund krónur og versluninni því sniðinn afar þröngur stakkur.

Ævar Ísak vonaði að með breytingum á samgöngum á svæðinu myndu ferðamenn koma í Ásbyrgi stóran hluta ársins en sú hefur ekki orðið raunin.

„Í júlí var hitamet og gerði hér 27 gráður. Þá komu margir og tjaldstæðið fylltist. En síðan ekki söguna meir,“ segir Ævar Ísak.

„Mest er svo sjokkið núna þegar það lokaðist í síðustu viku vegna snjókomu og Dettifossvegi var lokað að vestanverðu með keðju. Hann er fær núna en þar sem það gæti komið snjór í næstu viku tekur því ekki að opna hann.“

Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu, sveitarstjórnarmenn og þingmenn hafa barist lengi fyrir gerð heilsársvegar að Dettifossi frá Ásbyrgi en án árangurs. Nú sé svo komið að ferðamenn fari að Mývatni en leiðin að Ásbyrgi sé of löng. Hringtengingu vanti við Ásbyrgi og Húsavík á leið til Akureyrar.

Ævar Ísak segir það leitt að malbikun Dettifossvegar hafi verið slegin af í fyrrahaust.

„Ásbyrgi er perla en hingað koma fáir vegna lélegra samgangna. Það er ekki hægt að hafa opna verslun ef enginn kemur að versla.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.