Hvenær, af hverjum og á hvaða verði Kári Stefánsson skrifar 17. október 2017 07:00 Sigmundur Davíð, það er löngu orðið ljóst að þú áttir kröfur í íslensku bankana meðan þú varst að semja við kröfuhafana fyrir hönd þjóðarinnar. Þú varst beggja vegna borðsins í því máli sem er í sjálfu sér svik við þjóðina. Þess utan bjóstu að innherjaupplýsingum þegar kom að ákvörðunum um að halda kröfunum eða selja þær af því að þú fórst fyrir hópi sem ákvað að endingu hversu verðmætar þær yrðu. Það eru engar deilur um staðreyndir þessa máls. Þú hefur aldrei mótmælt þeim, einungis gefið í skyn að þessar staðreyndir skipti ekki máli af því að þú sért svo göfugur í allan hátt. Síðan er það spurningin um það hvenær og hvernig þú komst yfir kröfurnar og á hvaða verði. Í Kastljósi þann 28. september svaraðirðu henni með eftirfarandi setningu: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Og síðan í þættinum Í bítið á Bylgjunni þann 13. október þegar spurt var hvernig Wintris hefði eignast kröfu í Kaupþingi: „Þetta hefur lengi legið fyrir að félagið eða þessi reikningur sem heitir þessu nafni átti inneignir í íslensku bönkunum og við fall þeirra eignaðist kröfu eins og allir þeir sem áttu peninga inn í bönkunum með einhverjum hætti þegar þeir féllu.“ Þetta eru ósannindi, Sigmundur Davíð, sem þú endurtekur með tveggja vikna millibili. Þeir sem áttu fé í bönkunum eignuðust ekki kröfu í bankana við fall þeirra og þetta vitum við öll sem áttum fé í þeim. Það leikur lítill vafi á því að þessar kröfur féllu ekki í fang þitt af himnum ofan og þú keyptir þær og lang líklegast að þú hafir gert það eftir að bankarnir féllu og í þeim tilgangi að hagnast á þeim. Nú reikna ég með því að þú mótmælir þessu öllu sem staðleysu og þegar þú gerir það vona ég svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér. Í þessu máli væri gott fyrir mig og þjóðina alla að ég sé að fara með fleipur. Það væri mjög einfalt mál fyrir þig að sanna það vegna þess að vegur krafna í bönkum er vendilega skráður, hvenær þær verða til eða eru keyptar, af hverjum þær eru keyptar og á hvaða verði. Þú skuldar þjóðinni almennt að veita henni aðgang að þeim skjölum sem skrá þetta og heimild til þess að sannreyna þau og þú skuldar þetta sérstaklega þeim sem einhverra hluta vegna hafa fyrirgefið þér fyrir að þegja yfir eignarhaldinu en vilja samt ekki kjósa mann sem segir þjóðinni ósatt. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð, það er löngu orðið ljóst að þú áttir kröfur í íslensku bankana meðan þú varst að semja við kröfuhafana fyrir hönd þjóðarinnar. Þú varst beggja vegna borðsins í því máli sem er í sjálfu sér svik við þjóðina. Þess utan bjóstu að innherjaupplýsingum þegar kom að ákvörðunum um að halda kröfunum eða selja þær af því að þú fórst fyrir hópi sem ákvað að endingu hversu verðmætar þær yrðu. Það eru engar deilur um staðreyndir þessa máls. Þú hefur aldrei mótmælt þeim, einungis gefið í skyn að þessar staðreyndir skipti ekki máli af því að þú sért svo göfugur í allan hátt. Síðan er það spurningin um það hvenær og hvernig þú komst yfir kröfurnar og á hvaða verði. Í Kastljósi þann 28. september svaraðirðu henni með eftirfarandi setningu: „Allar þessar kröfur eru kröfur sem eru í eðli sínu eins og kröfur alls þess fólks sem átti peninga í bönkunum fyrir hrun.“ Og síðan í þættinum Í bítið á Bylgjunni þann 13. október þegar spurt var hvernig Wintris hefði eignast kröfu í Kaupþingi: „Þetta hefur lengi legið fyrir að félagið eða þessi reikningur sem heitir þessu nafni átti inneignir í íslensku bönkunum og við fall þeirra eignaðist kröfu eins og allir þeir sem áttu peninga inn í bönkunum með einhverjum hætti þegar þeir féllu.“ Þetta eru ósannindi, Sigmundur Davíð, sem þú endurtekur með tveggja vikna millibili. Þeir sem áttu fé í bönkunum eignuðust ekki kröfu í bankana við fall þeirra og þetta vitum við öll sem áttum fé í þeim. Það leikur lítill vafi á því að þessar kröfur féllu ekki í fang þitt af himnum ofan og þú keyptir þær og lang líklegast að þú hafir gert það eftir að bankarnir féllu og í þeim tilgangi að hagnast á þeim. Nú reikna ég með því að þú mótmælir þessu öllu sem staðleysu og þegar þú gerir það vona ég svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér. Í þessu máli væri gott fyrir mig og þjóðina alla að ég sé að fara með fleipur. Það væri mjög einfalt mál fyrir þig að sanna það vegna þess að vegur krafna í bönkum er vendilega skráður, hvenær þær verða til eða eru keyptar, af hverjum þær eru keyptar og á hvaða verði. Þú skuldar þjóðinni almennt að veita henni aðgang að þeim skjölum sem skrá þetta og heimild til þess að sannreyna þau og þú skuldar þetta sérstaklega þeim sem einhverra hluta vegna hafa fyrirgefið þér fyrir að þegja yfir eignarhaldinu en vilja samt ekki kjósa mann sem segir þjóðinni ósatt. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun