Almenningur borgar alltaf fyrir skattahækkanir Jóhannes Stefánsson skrifar 17. október 2017 07:00 Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi. Ekkert af forystufólki vinstriflokkanna hafa hins vegar haft áhuga eða getu til þess að benda á hvaða skatta eigi að hækka eða hvernig almenningur á að vera ónæmur fyrir þeim, en „einhverjir aðrir“ eiga að sögn að borga fyrir loforðaflauminn. Besta dæmið um þetta er frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, í leiðtogaumræðum og í forystusætinu á RÚV. Þar gat hún nær engu svarað þrátt fyrir að vera þráspurð um hvaða skatta hún ætlaði að hækka kæmist hún til valda eftir kosningarnar. Málflutningur Katrínar er auðvitað með öllu óraunhæfur og ábyrgðarlaus vegna þess að hún hefur boðað aukin útgjöld og skattheimtu sem hleypur á tugum milljarða. Ekkert annað en stórauknar álögur á almenning munu duga til að greiða fyrir slíkan útgjaldaauka.Almenningur mun borga brúsann Fullyrðingin um að hægt sé að hækka skatta verulega án þess að það bitni á almenningi er mýta sem má annað hvort rekja til fáfræði eða blekkingar. Staðreyndin er sú að allar skattahækkanir bitna að endingu á almenningi, hvort sem þeim er beint gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Það þarf ekki nema grundvallarskilning á efnahagsmálum og einfalda söguskoðun til að sjá í gegnum mýtuna um að almenningur borgi ekki fyrir skattahækkanir. Tökum skatta á atvinnulífið sem dæmi. Atvinnulífið er ekki annað en samstillt átak almennings til að viðhalda eða auka við lífskjör sín, sjá fjölskyldum sínum farborða og tryggja börnum sínum betri framtíð en foreldrarnir upplifðu sjálfir. Fyrirtæki eru enda félög sem þurfa að veita almenningi verðmæta þjónustu til að geta skilað eigendum sínum ávinningi, en til þess að það sé hægt þarf eðli máls samkvæmt bæði ánægt starfsfólk og viðskiptavini. Fyrirtækin geta ekki án almennings verið, og öfugt. Fyrirtæki eru því ekki líflaus og andlitslaus fyrirbæri sem er hægt að skattleggja án þess að það bitni á almenningi. Almenningur er enda viðskiptavinir fyrirtækjanna, starfsmenn þeirra og eigendur, hvort sem er beint, í gegnum lífeyrissjóði eða með sparnaði sínum. Fyrirtækin eru fyrir vikið órjúfanlegur hluti af mannlegu samfélagi. Skattahækkanir á atvinnulíf og fyrirtæki eru þess vegna skattahækkanir á eigendur þeirra, starfsmenn eða viðskiptavini. Almenningur borgar brúsann með hærra verði á vöru og þjónustu, lægri launum, færri störfum eða minni arðsemi af sparnaðinum. Þá er ónefnt svokallað allratap sem verður til við skattheimtu og dregur úr lífskjörum almennings.Fjármagnstekjuskattar bitna harðast á heimilum Sömu sögu má segja af skattahækkunum á fjármagnstekjur, eignir og sparnað. Almenningur borgar alltaf brúsann. Með hærri fjármagnstekjuskatti skapast hvati til að almenningur (og fyrirtæki) flytji fjármuni sína út úr íslensku efnahagslífi, sérstaklega þegar flutningur fjármagns er nú orðinn frjáls og engin gjaldeyrishöft lengur til að halda þeim innan landsteinanna. Þegar það gerist þá minnkar geta atvinnulífsins til að fjárfesta í nýsköpun og veita almenningi fjölbreytt tækifæri til að finna getu sinni og sköpunarkrafti viðspyrnu. Að sama skapi hækkar verð á fjármagni þegar fjármagnstekjuskattar hækka. Það þýðir einfaldlega að vextir hækka og þar með afborganir af íbúðalánum, leiguverð o.s.frv. Allt hefur þetta veruleg neikvæð áhrif á almenning. Að sjálfsögðu bitna slíkar skattahækkanir harðast á tekju- og eignalitlum fjölskyldum, sem geta ekki flutt sig eða sparnað fjölskyldunnar til annarra landa þar sem hagstæðari skattareglur gilda. Sömuleiðis er ungt fólk sem vill kaupa sínu fyrstu íbúð algjörlega berskjaldað fyrir slíkum sköttum, sem þýða að ennþá erfiðara getur verið að standast greiðslumat vegna hærri afborgana af íbúðalánum.Sporin hræða Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf almenningur sem borgar fyrir skattahækkanir. Blekkingaleikur vinstriflokkanna sem halda því blákalt fram að einhverjir aðrir muni borga er því sérstaklega ámælisverður. Almenningur mun bera þungann af þeim skattahækkunum sem boðaðar eru. Almenningur er þar að auki ekki búinn að gleyma hrinu skattahækkana sem dundu á Íslendingum þegar skórinn kreppti hvað mest að þeim í kjölfar hrunsins. Þar fóru fremst Vinstri-græn, sem sátu í ráðherrastól í fjármálaráðuneytinu og eirðu engum með meira en 100 skatta- og gjaldahækkunum. Látum það ekki gerast aftur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi. Ekkert af forystufólki vinstriflokkanna hafa hins vegar haft áhuga eða getu til þess að benda á hvaða skatta eigi að hækka eða hvernig almenningur á að vera ónæmur fyrir þeim, en „einhverjir aðrir“ eiga að sögn að borga fyrir loforðaflauminn. Besta dæmið um þetta er frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, í leiðtogaumræðum og í forystusætinu á RÚV. Þar gat hún nær engu svarað þrátt fyrir að vera þráspurð um hvaða skatta hún ætlaði að hækka kæmist hún til valda eftir kosningarnar. Málflutningur Katrínar er auðvitað með öllu óraunhæfur og ábyrgðarlaus vegna þess að hún hefur boðað aukin útgjöld og skattheimtu sem hleypur á tugum milljarða. Ekkert annað en stórauknar álögur á almenning munu duga til að greiða fyrir slíkan útgjaldaauka.Almenningur mun borga brúsann Fullyrðingin um að hægt sé að hækka skatta verulega án þess að það bitni á almenningi er mýta sem má annað hvort rekja til fáfræði eða blekkingar. Staðreyndin er sú að allar skattahækkanir bitna að endingu á almenningi, hvort sem þeim er beint gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Það þarf ekki nema grundvallarskilning á efnahagsmálum og einfalda söguskoðun til að sjá í gegnum mýtuna um að almenningur borgi ekki fyrir skattahækkanir. Tökum skatta á atvinnulífið sem dæmi. Atvinnulífið er ekki annað en samstillt átak almennings til að viðhalda eða auka við lífskjör sín, sjá fjölskyldum sínum farborða og tryggja börnum sínum betri framtíð en foreldrarnir upplifðu sjálfir. Fyrirtæki eru enda félög sem þurfa að veita almenningi verðmæta þjónustu til að geta skilað eigendum sínum ávinningi, en til þess að það sé hægt þarf eðli máls samkvæmt bæði ánægt starfsfólk og viðskiptavini. Fyrirtækin geta ekki án almennings verið, og öfugt. Fyrirtæki eru því ekki líflaus og andlitslaus fyrirbæri sem er hægt að skattleggja án þess að það bitni á almenningi. Almenningur er enda viðskiptavinir fyrirtækjanna, starfsmenn þeirra og eigendur, hvort sem er beint, í gegnum lífeyrissjóði eða með sparnaði sínum. Fyrirtækin eru fyrir vikið órjúfanlegur hluti af mannlegu samfélagi. Skattahækkanir á atvinnulíf og fyrirtæki eru þess vegna skattahækkanir á eigendur þeirra, starfsmenn eða viðskiptavini. Almenningur borgar brúsann með hærra verði á vöru og þjónustu, lægri launum, færri störfum eða minni arðsemi af sparnaðinum. Þá er ónefnt svokallað allratap sem verður til við skattheimtu og dregur úr lífskjörum almennings.Fjármagnstekjuskattar bitna harðast á heimilum Sömu sögu má segja af skattahækkunum á fjármagnstekjur, eignir og sparnað. Almenningur borgar alltaf brúsann. Með hærri fjármagnstekjuskatti skapast hvati til að almenningur (og fyrirtæki) flytji fjármuni sína út úr íslensku efnahagslífi, sérstaklega þegar flutningur fjármagns er nú orðinn frjáls og engin gjaldeyrishöft lengur til að halda þeim innan landsteinanna. Þegar það gerist þá minnkar geta atvinnulífsins til að fjárfesta í nýsköpun og veita almenningi fjölbreytt tækifæri til að finna getu sinni og sköpunarkrafti viðspyrnu. Að sama skapi hækkar verð á fjármagni þegar fjármagnstekjuskattar hækka. Það þýðir einfaldlega að vextir hækka og þar með afborganir af íbúðalánum, leiguverð o.s.frv. Allt hefur þetta veruleg neikvæð áhrif á almenning. Að sjálfsögðu bitna slíkar skattahækkanir harðast á tekju- og eignalitlum fjölskyldum, sem geta ekki flutt sig eða sparnað fjölskyldunnar til annarra landa þar sem hagstæðari skattareglur gilda. Sömuleiðis er ungt fólk sem vill kaupa sínu fyrstu íbúð algjörlega berskjaldað fyrir slíkum sköttum, sem þýða að ennþá erfiðara getur verið að standast greiðslumat vegna hærri afborgana af íbúðalánum.Sporin hræða Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf almenningur sem borgar fyrir skattahækkanir. Blekkingaleikur vinstriflokkanna sem halda því blákalt fram að einhverjir aðrir muni borga er því sérstaklega ámælisverður. Almenningur mun bera þungann af þeim skattahækkunum sem boðaðar eru. Almenningur er þar að auki ekki búinn að gleyma hrinu skattahækkana sem dundu á Íslendingum þegar skórinn kreppti hvað mest að þeim í kjölfar hrunsins. Þar fóru fremst Vinstri-græn, sem sátu í ráðherrastól í fjármálaráðuneytinu og eirðu engum með meira en 100 skatta- og gjaldahækkunum. Látum það ekki gerast aftur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun