Renault-Nissan stærsti bílaframleiðandi heims á fyrri helmingi ársins Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 15:15 Bílasamstæða Renault, Nissan og Mitsubishi er nú orðin sú stærsta í heimi hvað fjölda framleiddra bíla varðar. Það er ekki lengur Volkswagen eða Toyota sem framleiða flesta bíla á heimsvísu, heldur Renault-Nissan, en sala Mitsubishi bíla telst nú með sölu Renault-Nissan eftir að fyrirtækið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi. Renault-Nissan seldi 5,27 milljón bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og sló með því við bæði Volkswagen eða Toyota. Búist er við því að heildarsala Renault-Nissan á árinu verði 10,5 milljón bílar og með því mun fyrirtækið örugglega verða söluhæsti bílaframleiðandi heims í ár. Gert er ráð fyrir því að sala Renault-Nissan verði orðin 14 milljón bílar á ári árið 2022 og að 30% af heildarsölu fyrirtækjanna verði í formi rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Þá er gert ráð fyrir því að velta Renault-Nissan verði orðin 25.700 milljarðar króna, eða þriðjungi meira en á þessu ári. Renault-Nissan gerir ráð fyrir að þá verði fyrirtækið búið að kynna 12 nýja hreinræktaða rafmagnsbíla og með því byggja á góðri sölu núverandi söluhárra rafmagnsbíla sinna, Nissan Leaf og Renault Zoe. Renault-Nissan ætlar einnig að auka hressilega við hagnað fyrirtækisins með stærðarhagkvæmni og sameiginlegri notkun íhluta í bílum Renault, Nissan og Mitsubishi. Árið 2022 gerir Renault-Nissan ráð fyrir því að 70% bíla Renault-Nissan og Mitsubishi eigi sameiginlegan undirvagn með annarri gerð bíls fyrirtækjanna og að 75% þeirra sé með sömu vél og í annarri gerð. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent
Það er ekki lengur Volkswagen eða Toyota sem framleiða flesta bíla á heimsvísu, heldur Renault-Nissan, en sala Mitsubishi bíla telst nú með sölu Renault-Nissan eftir að fyrirtækið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi. Renault-Nissan seldi 5,27 milljón bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins og sló með því við bæði Volkswagen eða Toyota. Búist er við því að heildarsala Renault-Nissan á árinu verði 10,5 milljón bílar og með því mun fyrirtækið örugglega verða söluhæsti bílaframleiðandi heims í ár. Gert er ráð fyrir því að sala Renault-Nissan verði orðin 14 milljón bílar á ári árið 2022 og að 30% af heildarsölu fyrirtækjanna verði í formi rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Þá er gert ráð fyrir því að velta Renault-Nissan verði orðin 25.700 milljarðar króna, eða þriðjungi meira en á þessu ári. Renault-Nissan gerir ráð fyrir að þá verði fyrirtækið búið að kynna 12 nýja hreinræktaða rafmagnsbíla og með því byggja á góðri sölu núverandi söluhárra rafmagnsbíla sinna, Nissan Leaf og Renault Zoe. Renault-Nissan ætlar einnig að auka hressilega við hagnað fyrirtækisins með stærðarhagkvæmni og sameiginlegri notkun íhluta í bílum Renault, Nissan og Mitsubishi. Árið 2022 gerir Renault-Nissan ráð fyrir því að 70% bíla Renault-Nissan og Mitsubishi eigi sameiginlegan undirvagn með annarri gerð bíls fyrirtækjanna og að 75% þeirra sé með sömu vél og í annarri gerð.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent