Augnablik – Skilaboð til landsfundar Vinstri grænna Hjörtur Hjartarson skrifar 6. október 2017 07:00 Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi. Landsmenn notuðu tækifærið, og þeim lukkaðist að endurnýja og semja sér eigin stjórnarskrá í skugga hamfaranna. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag, náttúruna og fólkið í landinu. Hin nýja stjórnarskrá og stjórnarskrárferlið var og er leið til þess að sættast við áfallið og halda áfram með nýja von í brjósti. Í því ljósi ber að umgangast stjórnarskrármálið. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Því er tómt mál að tala nú um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Andrúmsloft eins og það sem fæddi af sér nýju stjórnarskrána verður heldur ekki endurskapað löngu eftir að stjórnarskráraugnablikið er liðið og íslensk stjórnmál aftur komin í gamla farið. Frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013. Frumvarp sem var efnislega í samræmi við vilja 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hin nýja stjórnarskrá yrði að veruleika með hroka og yfirgangi. Og var því miður látinn komast upp með það. Mál er að setja andstæðingum stjórnarskrárbreytinga stólinn fyrir dyrnar. Því heiti ég á landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að taka höndum saman við Pírata og Samfylkingu og ganga til liðs við íslenskan almenning, náttúru landsins og stjórnarskrá fólksins. Afdráttarlaust. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Hjörtur Hjartarson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi. Landsmenn notuðu tækifærið, og þeim lukkaðist að endurnýja og semja sér eigin stjórnarskrá í skugga hamfaranna. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag, náttúruna og fólkið í landinu. Hin nýja stjórnarskrá og stjórnarskrárferlið var og er leið til þess að sættast við áfallið og halda áfram með nýja von í brjósti. Í því ljósi ber að umgangast stjórnarskrármálið. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Því er tómt mál að tala nú um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Andrúmsloft eins og það sem fæddi af sér nýju stjórnarskrána verður heldur ekki endurskapað löngu eftir að stjórnarskráraugnablikið er liðið og íslensk stjórnmál aftur komin í gamla farið. Frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013. Frumvarp sem var efnislega í samræmi við vilja 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hin nýja stjórnarskrá yrði að veruleika með hroka og yfirgangi. Og var því miður látinn komast upp með það. Mál er að setja andstæðingum stjórnarskrárbreytinga stólinn fyrir dyrnar. Því heiti ég á landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að taka höndum saman við Pírata og Samfylkingu og ganga til liðs við íslenskan almenning, náttúru landsins og stjórnarskrá fólksins. Afdráttarlaust. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar