Körfubolti

Njarðvík skiptir um Kana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Njarðvík hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Domino's deild kvenna.
Njarðvík hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Domino's deild kvenna. vísir/anton

Kvennalið Njarðvíkur í körfubolta hefur sagt upp samningi við hina bandarísku Eriku Williams.

Þessar fréttir koma ekki á óvart en Williams gat lítið í leikjunum tveimur sem hún spilaði með Njarðvík í Domino's deildinni.

Williams skoraði aðeins níu stig þegar Njarðvík steinlá fyrir Haukum, 67-28, í gær. Í tapinu fyrir Skallagrími í 1. umferðinni skoraði Williams einungis tvö stig og var því með samtals 11 stig í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins.

Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni á miðvikudaginn. Á heimasíðu Njarðvíkinga segir að óvíst sé hvort nýr bandarískur leikmaður verði kominn í tæka tíð fyrir leikinn.

Williams er annar Bandaríkjamaðurinn sem fær reisupassann í dag en karlalið Hauka sendi Roger Woods heim fyrr í dag.


Tengdar fréttir

Valur skellti Keflavík

Valur gerði sér lítið fyrir og skellti Keflavík í annari umferð Dominos-deildar kvenna í kvöld, en lokatölur urðu 93-85 suður með sjó.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.