Körfubolti

Fyrrum samherji Harðar Axels kominn í Hauka

Woods er farinn.
Woods er farinn. vísir/getty

Haukar í Dominos-deild karla í körfubolta hafa skipt um Kana strax eftir fyrstu umferðina, en Roger Woods hefur verið látinn fara.

Hann þótti ekki standa undir væntingjum og segir í tilkynningu frá Haukum að vinna við að finna arftaka hans hafi staðið yfir í nokkrar vikur.

Woods þótti ekki leggja nægilega mikið á sig á æfingum og þótti slakur varnarmaður. Haukar hafa fundið arftaka hans.

Paul Jones er nýjasti leikmaður Hauka, en hann er fæddur 1989. Hann spilaði með Western Washington í NCAA1, en Paul hefur spilað í Kýpur, Ísrael, Grikklandi og Mexikó. Paul er vængspilari (þristur) og getur leyst nokkrar leikstöður á vellinum en hann er 1.94 cm að hæð.

Í Grikklandi spilaði hann með lið Trikala í efstu deildinni þar í landi og var liðsfélagi Hörðs Axels, landsliðsmanns.

Paul kemur til landsins á þriðjudag, en hann getur því spilað með Haukum gegn Grindavík á fimmtudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.