Þarfnast móðir náttúra umboðsmanns? Tómas Guðbjartsson skrifar 21. september 2017 06:00 Það er flestum ljóst sem fylgst hafa með umræðunni um fyrirhugaða Hvalárvirkun og stóriðju í Helguvík að náttúra Íslands á undir högg að sækja. Orkufyrirtæki og erlend stóriðja ásælast vatnsföll okkar og jarðhitasvæði til raforkuframleiðslu. Þetta á við um Strandir, Reykjanes, Þjórsársvæðið, en einnig hjarta landsins, miðhálendið, þar sem hart er sótt að náttúruperlum við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Skammt frá vill Landsnet ennfremur fórna víðernum Sprengisands með lagningu háspennulínu.Íslensk náttúra seld í ánauð Nú eru á teikniborðinu 8 stórvirkjanir á Íslandi. Þær eiga alls að framleiða 419 MW af orku sem að langmestu leyti (80%) er hugsuð til stóriðju, ekki síst kísilvera í Helguvík. Þessar virkjanir kosta gríðarlegt fé og arðsemi þeirra er umdeild, enda virðist hagnaður af starfseminni sem þær þjóna oft á tíðum færður með bókfærslubrögðum til útlanda. Íslendingar eru því að selja náttúru sína – og það á undirverði eins og fékkst staðfest í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1995 með heitinu „Lowest Energy Prices in Europe for New Contracts – Your Springboard into Europe“, en þannig átti að lokka til landsins orkufrek stóriðjufyrirtæki. Vægast sagt vafasamt. Átakið átti sinn þátt í að gera Ísland að mesta orkuframleiðslulandi í heimi á íbúa. Þó eru enn hættulegri áform um lagningu háspennustrengs til Skotlands. Sú leið hvetur til frekari virkjunar fallvatna á hálendinu. „Grænt rafmagn“ til frænda okkar Skota yrði því dýrkeypt íslenskri náttúru - náttúru sem getur ekki varist klóm fjársterkra erlendra stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja - aðila sem ekki bera hag komandi kynslóða Íslendinga nægilega fyrir brjósti.Umboðsmaður náttúrunnar Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu veikar eftirlitsstofnanir okkar eru hvað náttúruvernd varðar. Það sést t.d. á hiki Umhverfisstofnunar í málefnum United Silicon í Helguvík. Valdheimildir Skipulagsstofnunar og gölluð Rammáætlun hrökkva einnig skammt til að verja hagsmuni náttúrunnar. Ég tel því tímabært að setja á stofn nýtt embætti; Umboðsmann náttúrunnar, sem gjarna mætti vera kona, því þær virðast iðulega víðsýnni en karlar þegar kemur að náttúruvernd. Tilvalið er að nýta sér góða reynslu af embættum Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna – embætta sem hafa gefið góða raun. Í starfslýsingu kæmi fram að umboðsmaður náttúrunnar myndi vinna að því að gæta hagsmuna náttúru Íslands og tryggja að farið sé að lögum og reglugerðum. Embættið myndi ekki taka til meðferðar ágreining milli einstaklinga en myndi leiðbeina þeim sem til þess leita með slík mál og benda á færar leiðir innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.Full alvara Tillaga mín er sett fram af fullri alvöru og ég vona að umhverfisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi taki hana til gaumgæfilegrar skoðunar. Náttúra sem ekki getur varið sig - en er samtímis ein okkar helsta auðlind - á undir högg að sækja og verður að fá að njóta vafans. Virði íslenskra víðerna og fossa vex sífellt með vaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Einnig verða seint metnar til fjár þær ánægjustundir sem íslensk náttúra veitir okkur Íslendingum, stundir sem eru helsta uppspretta sköpunar fyrir listamenn okkar og rithöfunda. Ég tel ljóst að unaðsstundir í náttúru Íslands séu í huga flestra Íslendinga og erlendra gesta dýrmætari en kílówattstundir. Þau viðhorf eru komin til að vera og stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu eru úr takti við þjóð sína og minnkandi eftirspurn verður eftir kröftum þeirra á Alþingi. Nýtum því góða stöðu þjóðarbúsins til að bæta vegi og aðra innviði á Vestfjörðum. Á sama tíma á að kynna betur einstaka náttúru svæðisins. Þá mun ferðamönnum þar fjölga og búsetuskilyrði verða vænlegri fyrir heimamenn. Sköpum þannig sátt um náttúruvernd og tryggjum hagsmuni óspilltra víðerna.Höfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er flestum ljóst sem fylgst hafa með umræðunni um fyrirhugaða Hvalárvirkun og stóriðju í Helguvík að náttúra Íslands á undir högg að sækja. Orkufyrirtæki og erlend stóriðja ásælast vatnsföll okkar og jarðhitasvæði til raforkuframleiðslu. Þetta á við um Strandir, Reykjanes, Þjórsársvæðið, en einnig hjarta landsins, miðhálendið, þar sem hart er sótt að náttúruperlum við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Skammt frá vill Landsnet ennfremur fórna víðernum Sprengisands með lagningu háspennulínu.Íslensk náttúra seld í ánauð Nú eru á teikniborðinu 8 stórvirkjanir á Íslandi. Þær eiga alls að framleiða 419 MW af orku sem að langmestu leyti (80%) er hugsuð til stóriðju, ekki síst kísilvera í Helguvík. Þessar virkjanir kosta gríðarlegt fé og arðsemi þeirra er umdeild, enda virðist hagnaður af starfseminni sem þær þjóna oft á tíðum færður með bókfærslubrögðum til útlanda. Íslendingar eru því að selja náttúru sína – og það á undirverði eins og fékkst staðfest í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1995 með heitinu „Lowest Energy Prices in Europe for New Contracts – Your Springboard into Europe“, en þannig átti að lokka til landsins orkufrek stóriðjufyrirtæki. Vægast sagt vafasamt. Átakið átti sinn þátt í að gera Ísland að mesta orkuframleiðslulandi í heimi á íbúa. Þó eru enn hættulegri áform um lagningu háspennustrengs til Skotlands. Sú leið hvetur til frekari virkjunar fallvatna á hálendinu. „Grænt rafmagn“ til frænda okkar Skota yrði því dýrkeypt íslenskri náttúru - náttúru sem getur ekki varist klóm fjársterkra erlendra stóriðjufyrirtækja og orkufyrirtækja - aðila sem ekki bera hag komandi kynslóða Íslendinga nægilega fyrir brjósti.Umboðsmaður náttúrunnar Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga hversu veikar eftirlitsstofnanir okkar eru hvað náttúruvernd varðar. Það sést t.d. á hiki Umhverfisstofnunar í málefnum United Silicon í Helguvík. Valdheimildir Skipulagsstofnunar og gölluð Rammáætlun hrökkva einnig skammt til að verja hagsmuni náttúrunnar. Ég tel því tímabært að setja á stofn nýtt embætti; Umboðsmann náttúrunnar, sem gjarna mætti vera kona, því þær virðast iðulega víðsýnni en karlar þegar kemur að náttúruvernd. Tilvalið er að nýta sér góða reynslu af embættum Umboðsmanns Alþingis og Umboðsmanns barna – embætta sem hafa gefið góða raun. Í starfslýsingu kæmi fram að umboðsmaður náttúrunnar myndi vinna að því að gæta hagsmuna náttúru Íslands og tryggja að farið sé að lögum og reglugerðum. Embættið myndi ekki taka til meðferðar ágreining milli einstaklinga en myndi leiðbeina þeim sem til þess leita með slík mál og benda á færar leiðir innan stjórnsýslu og hjá dómstólum.Full alvara Tillaga mín er sett fram af fullri alvöru og ég vona að umhverfisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi taki hana til gaumgæfilegrar skoðunar. Náttúra sem ekki getur varið sig - en er samtímis ein okkar helsta auðlind - á undir högg að sækja og verður að fá að njóta vafans. Virði íslenskra víðerna og fossa vex sífellt með vaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna. Einnig verða seint metnar til fjár þær ánægjustundir sem íslensk náttúra veitir okkur Íslendingum, stundir sem eru helsta uppspretta sköpunar fyrir listamenn okkar og rithöfunda. Ég tel ljóst að unaðsstundir í náttúru Íslands séu í huga flestra Íslendinga og erlendra gesta dýrmætari en kílówattstundir. Þau viðhorf eru komin til að vera og stjórnmálamenn sem ekki átta sig á þessu eru úr takti við þjóð sína og minnkandi eftirspurn verður eftir kröftum þeirra á Alþingi. Nýtum því góða stöðu þjóðarbúsins til að bæta vegi og aðra innviði á Vestfjörðum. Á sama tíma á að kynna betur einstaka náttúru svæðisins. Þá mun ferðamönnum þar fjölga og búsetuskilyrði verða vænlegri fyrir heimamenn. Sköpum þannig sátt um náttúruvernd og tryggjum hagsmuni óspilltra víðerna.Höfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúrverndarsinni.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun