„Aron Pálmarsson er töframaður sem gerir hluti sem aðrir geta ekki gert“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2017 13:00 Aron Pálmarsson er ekki að spila handbolta þessa dagana. vísir/getty Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, er ekki að spila handbolta þessa dagana en hann var í lok júlí rekinn frá ungverska stórliðinu Veszprém sem ætlar einnig að höfða mál gegn honum. Aron gerði í sumar samning við spænska risann Barcelona frá og með næstu leiktíð en hann vill komast þangað strax og skrópaði á fyrstu æfingu Veszprém eftir sumarfrí. Ungverjarnir vilja eina milljón evra fyrir Aron sem Börsungar virðast ekki ætla að borga. Á meðan þetta leiðinda mál er í gangi getur Aron ekki spilað handbolta sem eru auðvitað skelfileg tíðindi fyrir íslenska landsliðið. Strákarnir okkar eiga fyrir höndum þrjá erfiða leiki á EM í Króatíu í janúar á næsta ári þar sem væri gott að njóta krafta besta handboltamanns þjóðarinnar. Svo virðist sem unnendur handboltands og sérstaklega Meistaradeildarinnar munu ekki fá að sjá Aron í bráð en hann hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin ár og tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar.Xavi Sabaté þjálfaði Aron hjá Veszprém.vísir/gettyVonandi leysist málið Einn þeirra sem saknar þess að sjá Aron á vellinum er Spánverjinn Xavi Sabaté sem þjálfaði Aron hjá Veszprém en undir stjórn Sabaté komst liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra og aftur í undanúrslitin í ár. Sabaté hætti með Veszprém og ungverska landsliðið fyrr á árinu en hann býr í Búdapest og er að hvíla sig, að hans sögn, áður en hann fer í nýtt starf. Sabaté er mikill aðdáandi Arons. „Því miður er Aron ekki að spila. Vonandi leysist þetta mál fljótt því ég elska handbolta og ég elska að sjá þá bestu spila handbolta. Það vilja allir sjá Aron spila. Ég veit ekki meira um málið en það sem stendur í blöðunum hérna úti. Það er þessi samningur við Barcelona en hann á eitt ár eftir hjá Veszprém. Hann vill samt ekki spila lengur fyrir Veszprém þannig vonandi komst menn að samkomulagi,“ segir Xavi Sabaté í viðtali við Vísi. „Þetta er mikil synd vegna þess að fyrir mér er Aron besti sóknarmaður heims. Ég vil sjá hann spila því hann gerir hluti sem aðrir geta ekki gert á vellinum.“Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims.vísir/gettyGerir þá bestu enn betri Sabaté var fyrst aðstoðarþjálfari Veszprém en fékk starfið óvænt upp í hendurnar í byrjun tímabils 2015. Hann vann með Aroni í tvö ár og kann vel við íslenska landsliðsmanninn. „Það var mikil ánægja að þjálfa hann og aðra bestu leikmenn heims. Við vorum með frábært lið, fullt af frábærum leikmönnum en það var enginn eins og Aron. Hann gerir einstaka hluti. Hann er líka mjög almennilegur strákur og mikill fagmaður. Ég átti alltaf í góðu sambandi við hann,“ segir Sabaté sem vill meina að Aron hafi bætt sig mikið eftir komuna frá Kiel. „Liðið bætti sig mikið síðustu tvö árin og sjálfur bætti Aron sig mikið eins og til dæmis í varnarleiknum. Hann kom frá Kiel í Þýskalandi þar sem hlutirnir eru öðruvísi. Ekki betri eða verri heldur öðruvísi. Hann kom til Veszprém með ákveðinn stíl en með tímanum fór hann að skilja leikinn betur og verða betri og betri leikmaður. Hann er núna leikmaður sem gerir bestu leikmenn heims enn þá betri þegar að þeir spila með honum.“Verður Ísland án Arons í janúar?vísir/gettyVæri heiður að þjálfa Aron aftur Sabaté segist njóta sín í fríinu en hann er að hlaða batteríin eftir annasama leiktíð þar sem hann fór með Veszprém alla leið í öllum keppnum auk þess sem hann stýrði Ungverjalandi á HM í Frakkklandi. „Það var góð reynsla fyrir mig að þjálfa bæði félagslið og landslið. Það var líka gaman vegna þess að það gekk vel. Nú er ég klár í nýtt verkefni með félagsliði eða landsliði,“ segir Sabaté, en myndi hann hafa áhuga á að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni? „Það væri mér heiður og þá sérstaklega til að vinna aftur með Aroni. Aron er algjör töframaður og allir þjálfarar heims myndi vilja þjálfa Aron Pálmarsson. Auðvitað myndi ég vilja vinna með honum aftur. Vonandi fer hann bara sem fyrst út á völlinn aftur,“ segir Xavi Sabaté. Handbolti Tengdar fréttir Veszprem höfðar mál gegn Aroni Pálmarssyni | Skrópaði á fyrstu æfingu Það er allt farið í bál og brand í samskiptum milli ungverska félagsins Veszprem og íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar. 24. júlí 2017 21:50 Fékk fallega afmæliskveðju fyrir fimm dögum en nú er honum hótað lögsókn Framtíð Arons Pálmarssonar hjá ungverska liðinu Veszprém er í miklu uppnámi eftir að íslenski landsliðsmaðurinn skrópaði á fyrstu æfingu félagsins á undirbúningstímabilinu eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld. 24. júlí 2017 22:33 Kiel og PSG vilja bæði blanda sér í kapphlaupið um Aron Pálmarsson Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 ætla þýska liðið Kiel og franska stórliðið Paris Saint Germain bæði að taka þátt í kapphlaupinu um Aron Pálmarsson. 2. ágúst 2017 18:30 Veszprem fyrst til að staðfesta áhuga Barcelona á Aroni Börsungar hafa sjálfir ekkert gefið opinberlega út um Aron Pálmarsson. 25. júlí 2017 15:15 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, er ekki að spila handbolta þessa dagana en hann var í lok júlí rekinn frá ungverska stórliðinu Veszprém sem ætlar einnig að höfða mál gegn honum. Aron gerði í sumar samning við spænska risann Barcelona frá og með næstu leiktíð en hann vill komast þangað strax og skrópaði á fyrstu æfingu Veszprém eftir sumarfrí. Ungverjarnir vilja eina milljón evra fyrir Aron sem Börsungar virðast ekki ætla að borga. Á meðan þetta leiðinda mál er í gangi getur Aron ekki spilað handbolta sem eru auðvitað skelfileg tíðindi fyrir íslenska landsliðið. Strákarnir okkar eiga fyrir höndum þrjá erfiða leiki á EM í Króatíu í janúar á næsta ári þar sem væri gott að njóta krafta besta handboltamanns þjóðarinnar. Svo virðist sem unnendur handboltands og sérstaklega Meistaradeildarinnar munu ekki fá að sjá Aron í bráð en hann hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin ár og tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgi Meistaradeildarinnar.Xavi Sabaté þjálfaði Aron hjá Veszprém.vísir/gettyVonandi leysist málið Einn þeirra sem saknar þess að sjá Aron á vellinum er Spánverjinn Xavi Sabaté sem þjálfaði Aron hjá Veszprém en undir stjórn Sabaté komst liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra og aftur í undanúrslitin í ár. Sabaté hætti með Veszprém og ungverska landsliðið fyrr á árinu en hann býr í Búdapest og er að hvíla sig, að hans sögn, áður en hann fer í nýtt starf. Sabaté er mikill aðdáandi Arons. „Því miður er Aron ekki að spila. Vonandi leysist þetta mál fljótt því ég elska handbolta og ég elska að sjá þá bestu spila handbolta. Það vilja allir sjá Aron spila. Ég veit ekki meira um málið en það sem stendur í blöðunum hérna úti. Það er þessi samningur við Barcelona en hann á eitt ár eftir hjá Veszprém. Hann vill samt ekki spila lengur fyrir Veszprém þannig vonandi komst menn að samkomulagi,“ segir Xavi Sabaté í viðtali við Vísi. „Þetta er mikil synd vegna þess að fyrir mér er Aron besti sóknarmaður heims. Ég vil sjá hann spila því hann gerir hluti sem aðrir geta ekki gert á vellinum.“Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims.vísir/gettyGerir þá bestu enn betri Sabaté var fyrst aðstoðarþjálfari Veszprém en fékk starfið óvænt upp í hendurnar í byrjun tímabils 2015. Hann vann með Aroni í tvö ár og kann vel við íslenska landsliðsmanninn. „Það var mikil ánægja að þjálfa hann og aðra bestu leikmenn heims. Við vorum með frábært lið, fullt af frábærum leikmönnum en það var enginn eins og Aron. Hann gerir einstaka hluti. Hann er líka mjög almennilegur strákur og mikill fagmaður. Ég átti alltaf í góðu sambandi við hann,“ segir Sabaté sem vill meina að Aron hafi bætt sig mikið eftir komuna frá Kiel. „Liðið bætti sig mikið síðustu tvö árin og sjálfur bætti Aron sig mikið eins og til dæmis í varnarleiknum. Hann kom frá Kiel í Þýskalandi þar sem hlutirnir eru öðruvísi. Ekki betri eða verri heldur öðruvísi. Hann kom til Veszprém með ákveðinn stíl en með tímanum fór hann að skilja leikinn betur og verða betri og betri leikmaður. Hann er núna leikmaður sem gerir bestu leikmenn heims enn þá betri þegar að þeir spila með honum.“Verður Ísland án Arons í janúar?vísir/gettyVæri heiður að þjálfa Aron aftur Sabaté segist njóta sín í fríinu en hann er að hlaða batteríin eftir annasama leiktíð þar sem hann fór með Veszprém alla leið í öllum keppnum auk þess sem hann stýrði Ungverjalandi á HM í Frakkklandi. „Það var góð reynsla fyrir mig að þjálfa bæði félagslið og landslið. Það var líka gaman vegna þess að það gekk vel. Nú er ég klár í nýtt verkefni með félagsliði eða landsliði,“ segir Sabaté, en myndi hann hafa áhuga á að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni? „Það væri mér heiður og þá sérstaklega til að vinna aftur með Aroni. Aron er algjör töframaður og allir þjálfarar heims myndi vilja þjálfa Aron Pálmarsson. Auðvitað myndi ég vilja vinna með honum aftur. Vonandi fer hann bara sem fyrst út á völlinn aftur,“ segir Xavi Sabaté.
Handbolti Tengdar fréttir Veszprem höfðar mál gegn Aroni Pálmarssyni | Skrópaði á fyrstu æfingu Það er allt farið í bál og brand í samskiptum milli ungverska félagsins Veszprem og íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar. 24. júlí 2017 21:50 Fékk fallega afmæliskveðju fyrir fimm dögum en nú er honum hótað lögsókn Framtíð Arons Pálmarssonar hjá ungverska liðinu Veszprém er í miklu uppnámi eftir að íslenski landsliðsmaðurinn skrópaði á fyrstu æfingu félagsins á undirbúningstímabilinu eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld. 24. júlí 2017 22:33 Kiel og PSG vilja bæði blanda sér í kapphlaupið um Aron Pálmarsson Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 ætla þýska liðið Kiel og franska stórliðið Paris Saint Germain bæði að taka þátt í kapphlaupinu um Aron Pálmarsson. 2. ágúst 2017 18:30 Veszprem fyrst til að staðfesta áhuga Barcelona á Aroni Börsungar hafa sjálfir ekkert gefið opinberlega út um Aron Pálmarsson. 25. júlí 2017 15:15 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Veszprem höfðar mál gegn Aroni Pálmarssyni | Skrópaði á fyrstu æfingu Það er allt farið í bál og brand í samskiptum milli ungverska félagsins Veszprem og íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar. 24. júlí 2017 21:50
Fékk fallega afmæliskveðju fyrir fimm dögum en nú er honum hótað lögsókn Framtíð Arons Pálmarssonar hjá ungverska liðinu Veszprém er í miklu uppnámi eftir að íslenski landsliðsmaðurinn skrópaði á fyrstu æfingu félagsins á undirbúningstímabilinu eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld. 24. júlí 2017 22:33
Kiel og PSG vilja bæði blanda sér í kapphlaupið um Aron Pálmarsson Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 ætla þýska liðið Kiel og franska stórliðið Paris Saint Germain bæði að taka þátt í kapphlaupinu um Aron Pálmarsson. 2. ágúst 2017 18:30
Veszprem fyrst til að staðfesta áhuga Barcelona á Aroni Börsungar hafa sjálfir ekkert gefið opinberlega út um Aron Pálmarsson. 25. júlí 2017 15:15
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn