Aðildarumsókn í læstri skúffu Jón Sigurðsson skrifar 27. september 2017 07:00 Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var talsverður áhugi meðal Íslendinga á aðild að Evrópusambandinu (ESB), og sumir héldu að ESB væri einhvers konar björgunarsveit. Þá var aðildarumsókn til umfjöllunar. Nú virðist aðeins tæpur þriðjungur landsmanna tilbúinn til að styðja aðildarumsókn. Og þrátt fyrir ýmis ummæli virðist ríkisstjórnin álíta málið úr sögunni í bili. Forysta ESB hefur lýst yfir því að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum. Endurtekið aðildarferli með þjóðaratkvæði verður varla styttra en fimm ár. Og flestir áhugamenn um ESB-aðild munu telja eðlilegt að sjá fyrst hvernig reiðir af um útgöngu Breta (Brexit). Hér getur því verið um allt að áratug að ræða. Bretar og ESB geta ágætlega ráðið við Brexit, hvorir um sig. En samningskröfur Breta eru skrýtnar og samningamenn þeirra ótraustir. Ferlið er því orðið niðurlægjandi fyrir Breta og hætt við óheppilegum afleiðingum. Eftir tveggja ára útgöngutíma má reikna með fjórum árum í gerð nýrra viðskiptasamninga Breta. En þegar frá líður leysa Bretar þau vandamál sem upp koma. Lengi vel var samstaða um framþróun og mótun ESB. Nú hefur það snúist við og ESB er kennt um alla skapaða hluti, með réttu og röngu. Stækkun þess hefur verið of hröð og útþenslan orðið illviðráðanleg. Þrátt fyrir gerða samninga er mótþrói víða í löndum ESB gegn afskiptum frá Brüssel. Bretar eru á útleið, og athafnir stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi má skilja sem undirbúning að svipuðum ákvörðunum. Lítið hefur spurst til Grikkja um skeið en það getur breyst. Ekkert bendir til að tillaga um aðildarumsókn að ESB verði samþykkt á næstu árum. Miklu líklegra er að málið liggi í læstri skúffu um árabil. Tillögur um endurtekna aðildarumsókn að ESB, sem verði lögð fram eftir mörg ár, eru innihaldslausar nú. Það er vita-gagnslaust að deila um slíkt nú. Staða Íslands verður óbreytt í þessum efnum áfram, með gengissveiflum, hávöxtum og jafnvægisleysi. En samskipti okkar við nágranna, viðskipta- og frændþjóðir verða stöðugt umfjöllunarefni. Og vaka verður yfir hagsmunum okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). ESB er áhugavert frá íslensku sjónarmiði og gild rök með og móti aðild. Í sjálfu sér kann ESB að verða jafn áhugavert eftir áratug sem nú. En það getur líka liðið undir lok eins og við þekkjum það. Ein forsenda aðildar að ESB er að umsvif þess verði ekki meiri en u.þ.b. 2% af vergri landsframleiðslu aðildarþjóðanna, svo sem verið hefur. Meðan svo er halda þjóðríkin völdum og forræði. Auk þess tryggja leiðtogaráðið og ráðherraráðið, ásamt takmörkuðu valdi Evrópuþingsins, að ríkisstjórnirnar og þjóðþingin hafa undirtökin. Þessar forsendur raskast ef stofnanir ESB fá beint lýðræðislegt umboð eða vægi miðstjórnarinnar eykst verulega. Tiltekin skilyrði skipta mestu í samskiptum Íslendinga við ESB, hvort sem verður utan eða innan þess. Flokksþing Framsóknarmanna 2009 gerði rækilega samþykkt um þessi skilyrði, vegna aðildarumsóknar sem þá var til umræðu. Ástæða er til að minna á þessa samþykkt. Hún er í fullu gildi. Höfundur er fv. skólastjóri.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun