Verði ljós Olga Margrét Cilia og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:54 Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi er eðlilegt að gera kröfu um gagnsæja og góða stjórnsýslu. Aðgengi almennings að upplýsingum ætti að vera meginregla og leynd þeirra einungis heimiluð í skýrt afmörkuðum tilfellum til verndar mannréttindum einstaklinga eða mikilvægum hagsmunum ríkisins sem eðlilegt er að leynt fari. Meginreglan á Íslandi í dag er þó önnur. Ótal dæmi má finna til stuðnings þeirri staðhæfingu að stjórnsýslan á Íslandi hafi það fyrir meginreglu að neita almenningi um upplýsingar þó að undantekningarnar séu vissulega til staðar. Síðastliðin ár hefur fjarað mjög undan trausti almennings á stjórnkerfinu vegna þess að ráðherrar, þingmenn og starfsmenn ríkisins hafa ástundað leyndarhyggju og leynimakk um ákvarðanir sínar. Valdhafar velja jafnan að fara í málalengingar og feluleik í stað þess að birta gögn strax svo taka megi af allan vafa um hvort eðlilega hafi verið staðið að málum. Upplýsingum og gögnum er haldið frá almenningi, sem veldur tortryggni gagnvart stjórnsýslunni og dregur úr trausti til kjörinna fulltrúa. Þessi feluleikur er allt of algengur á Íslandi. Má þar nefna lekamál Hönnu Birnu, Wintris-mál Sigmundar Davíðs, Falson-eignir Bjarna Benediktssonar, feluleiki þess hins sama með nokkrar skýrslur sem honum þótti ekki eiga að rata í hendur almennings og nýjasta dæmið er upplýsingatregða Sigríðar Andersen gagnvart almenningi, en þó ekki gagnvart Bjarna Benediktssyni. Við eigum ekki að þurfa að draga upplýsingar út úr ráðuneytum og ráðherrum með töngum. Við eigum að geta treyst því að vera upplýst, vakni spurningar um embættisgjörðir ráðherra eða annarra í trúnaðarstöðum samfélagsins. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að traust ríki um störf ráðherra, stjórnsýslu og þingmanna og að almenningur geti gengið að upplýsingum vísum almennt og yfirleitt. Staðan er þó einfaldlega sú, eins og dæmin sanna, að réttur almennings til upplýsinga, gagnsæis og góðrar stjórnsýslu er ekki tryggður að fullu á Íslandi í dag. Mikilvægt skref á leiðinni að virkum upplýsingarétti almennings er að finna í nýju stjórnarskránni okkar. Hún verndar rétt almennings til upplýsinga og hefur það að meginreglu að almenningur eigi óskertan rétt að upplýsingum, eins og eðlilegt er í nútímasamfélagi. Þar segir meðal annars: „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að þeim.“ Með þessu ákvæði verður réttur almennings til aðgangs að gögnum tryggður að fullu. Að auki mætti fara að fordæmi nágranna okkar í Noregi sem hafa staðið vel að framkvæmd á upplýsingarétti almennings. Þeir birta flest gögn að eigin frumkvæði í aðgengilegu gagnasafni stjórnsýslunnar en búa svo um hnútana að viðkvæmar persónu- og trúnaðarupplýsingar sem ekki falla undir rétt almennings til upplýsinga eru afmáðar. Aukinn upplýsingaréttur almennings felur einnig í sér bætta stjórnsýslu. Enda auðvelt að ímynda sér að stjórnsýslan muni vanda betur til verka þegar hún er meðvituð um að þær upplýsingar sem ákvarðanir hennar byggja á séu aðgengilegar. Almenningur hefur þannig virkt eftirlit með stjórnsýslunni og stjórnsýslan verður meðvitaðri um að hlutverk hennar sé að þjóna almenningi. Aðgengi að upplýsingum er grundvallarskilyrði fyrir upplýstri umræðu, trausti á stjórnsýslunni og lýðræðislegu aðhaldi almennings með valdhöfum. Tíminn er kominn til þess að varpa ljósi á verklag valdsins. Við segjum: Verði ljós!Höfundar eru þingmaður og varaþingmaður Pírata. Þær bjóða sig báðar fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Píratar geta kosið á x.piratar.is fram til kl. 15 laugardaginn 30. september.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar