Viðskiptablaðið hagnaðist um 13 milljónir Hörður Ægisson skrifar 28. september 2017 10:30 Forsíða Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Hagnaður Mylluseturs ehf., útgáfufélags Viðskiptablaðsins og tengdra fjölmiðla, nam 12,6 milljónum í fyrra og jókst um liðlega 2,5 milljónir á milli ára. Allt frá 2010 hefur útgáfustarfsemi félagsins skilað hagnaði á hverju einasta rekstrarári. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Mylluseturs námu rekstrartekjur félagsins samtals 282 milljónum og drógust saman um þrjár milljónir frá fyrra ári. Launakostnaður minnkaði einnig á sama tímabili um liðlega sjö milljónir og var samtals 165,5 milljónir á síðasta ári. Meðalfjöldi starfsmanna var 18 talsins og hélst óbreyttur á milli ára.Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi Mylluseturs með 67 prósenta hlut.Heildareignir Mylluseturs námu 156 milljónum í árslok 2016 og bókfært eigið fé var ríflega 62 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því um 40 prósent. Eignir Mylluseturs eru að langstærstum hluta útistandandi viðskiptakröfur að fjárhæð um 135 milljónir. Heildarskuldir félagsins nema 94 milljónum og jukust um fjórar milljónir á milli ára. Engar skuldir eru við lánastofnanir. Eigendur Mylluseturs eru Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri hjá fasteignafélaginu Heild, með 67 prósenta hlut og Sveinn Biering Jónsson fjárfestir með 33 prósenta hlut. Pétur Árni lét af störfum sem útgefandi Viðskiptablaðsins í febrúar 2016 og staðan var samtímis lögð niður. Þá hætti hann sömuleiðis sem eini stjórnarmaður félagsins og tók Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mylluseturs og faðir Péturs Árna, sæti hans í stjórninni. Fjölmiðlar Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Hagnaður Mylluseturs ehf., útgáfufélags Viðskiptablaðsins og tengdra fjölmiðla, nam 12,6 milljónum í fyrra og jókst um liðlega 2,5 milljónir á milli ára. Allt frá 2010 hefur útgáfustarfsemi félagsins skilað hagnaði á hverju einasta rekstrarári. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Mylluseturs námu rekstrartekjur félagsins samtals 282 milljónum og drógust saman um þrjár milljónir frá fyrra ári. Launakostnaður minnkaði einnig á sama tímabili um liðlega sjö milljónir og var samtals 165,5 milljónir á síðasta ári. Meðalfjöldi starfsmanna var 18 talsins og hélst óbreyttur á milli ára.Pétur Árni Jónsson er stærsti eigandi Mylluseturs með 67 prósenta hlut.Heildareignir Mylluseturs námu 156 milljónum í árslok 2016 og bókfært eigið fé var ríflega 62 milljónir. Eiginfjárhlutfall félagsins er því um 40 prósent. Eignir Mylluseturs eru að langstærstum hluta útistandandi viðskiptakröfur að fjárhæð um 135 milljónir. Heildarskuldir félagsins nema 94 milljónum og jukust um fjórar milljónir á milli ára. Engar skuldir eru við lánastofnanir. Eigendur Mylluseturs eru Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri hjá fasteignafélaginu Heild, með 67 prósenta hlut og Sveinn Biering Jónsson fjárfestir með 33 prósenta hlut. Pétur Árni lét af störfum sem útgefandi Viðskiptablaðsins í febrúar 2016 og staðan var samtímis lögð niður. Þá hætti hann sömuleiðis sem eini stjórnarmaður félagsins og tók Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mylluseturs og faðir Péturs Árna, sæti hans í stjórninni.
Fjölmiðlar Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira