Viðskipti erlent

H&M bregst við uppgjöri með lokunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
H&M rekur tvær verslanir hér á landi.
H&M rekur tvær verslanir hér á landi. VÍSIR/GETTY

Hagnaður sænska tískurisans H&M var um 20 prósentum minni á síðasta ársfjórðungi en á sama fjórðungi í fyrra. Í nýju uppgjöri fyrirtækisins segist það hafa ofmetið hversu mikið neytendur nútímans kaupa í eiginlegum verslunum. Kaupin hafi flust í síauknum mæli á netið og sé því fátt annað í stöðunni en að fækka verslunum H&M á þroskuðum markaðssvæðum.

„Tískugeirinn stækkar um leið og hann tekur stakkaskiptum vegna aukinnar netvæðingar. Samkeppnisumhverfið er að breytast, nýir keppninautar eru að koma inn og hegðun sem og væntingar neytenda eru að breytast,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum Karl-Johan Persson í uppgjörinu.

Við þessu ætlar H&M að reyna að bregðast með því að loka 90 verslunum í ár ásamt að því að færa aðrar. Fyrirtækið stefnir þó á að opna fleiri verslanir en það mun loka - áherslan verði þó lögð á markaðssvæði sem ekki eru mettuð. H&M hefur opnað verslanir nýlega í Kasakstan, Kólumbíu, Víetnam og á Íslandi. Hér eru tvær verslanir H&M starfræktar, í Kringlunni og Smáralind og vilyrði eru fyrir opnun þriðju verslunarinnar á Hafnartorginu sem enn er í byggingu.

Jafnframt ætlar fyrirtækið að leggja enn ríkari áherslun á netverslun. Fyrir lok árs ætlar H&M að hafa opnað netverslun í 43 löndum af þeim 69 þar sem það rekur verslanir.

H&M rekur 4133 verslanir um allan heim. Helsti keppninautur fyrirtækisins, Zara, rekur til samanburðar 2093.

H&M

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.