Nýr BMW M5 er öflugasti BMW frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 15:59 Hinn nýi BMW M5 á sýningarpöllunum í Frankfurt. Aðalstjarna BMW á pöllunum á bílasýningunni í Frankfurt er þessi BMW M5 með 600 hestafla orkutröll undir húddinu og hefur BMW aldrei fjöldaframleitt öflugari bíl. Reyndar dregur nýr X7 iPerformance tilraunajeppi BMW einnig augun til sín á sýningunni en tvennum sögum fer af fegurð hans. Afl BMW M5 fer upp frá 575 í 600 hestöfl en aðalbreytingin er ef til vill helst fólgin í því að nú er M5 fjórhjóladrifinn. Allt þetta afl bílsins þeytir honum í 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum og kemur honum mest í 305 km hraða ef hraðatakmarkarinn við 250 km/klst er tekinn úr sambandi. Sjálfskiptingin er 8 gíra M Steptronic sem tengd er við þrjár akstursstillingar; Efficient, Sport og Sport Plus. Reyndar má lengi velta fyrir sér af hverju einhver kaupir BMW M5 og stillir hann svo á akstursstillinguna Efficient. Þá væri heppilegra að fá sér bara BMW 520d og spara svaðalega í eldsneyti. Hægt er að hafa nýjan BMW M5 bæði í fjórhjóladrifi og eingöngu í afturhjóladrifi og einnig er hægt að aftengja stöðugleikastýringuna, væntanlega fyrir þá sem vilja nota bílinn til að drifta. Bílinn má bæði fá á 19 og 20 tommu álfelgum. Hann vegur nú 1.855 kíló og hefur farið í 90 kg megrun frá síðustu kynslóð. Sala nýs BMW M5 hefst í þessum mánuði og kostar hann frá 117.900 evrum í Þýskalandi. BMW framleiðir 400 eintök af First Edition útgáfu bílsins og fást þeir meðal annars með möttu lakki. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Aðalstjarna BMW á pöllunum á bílasýningunni í Frankfurt er þessi BMW M5 með 600 hestafla orkutröll undir húddinu og hefur BMW aldrei fjöldaframleitt öflugari bíl. Reyndar dregur nýr X7 iPerformance tilraunajeppi BMW einnig augun til sín á sýningunni en tvennum sögum fer af fegurð hans. Afl BMW M5 fer upp frá 575 í 600 hestöfl en aðalbreytingin er ef til vill helst fólgin í því að nú er M5 fjórhjóladrifinn. Allt þetta afl bílsins þeytir honum í 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum og kemur honum mest í 305 km hraða ef hraðatakmarkarinn við 250 km/klst er tekinn úr sambandi. Sjálfskiptingin er 8 gíra M Steptronic sem tengd er við þrjár akstursstillingar; Efficient, Sport og Sport Plus. Reyndar má lengi velta fyrir sér af hverju einhver kaupir BMW M5 og stillir hann svo á akstursstillinguna Efficient. Þá væri heppilegra að fá sér bara BMW 520d og spara svaðalega í eldsneyti. Hægt er að hafa nýjan BMW M5 bæði í fjórhjóladrifi og eingöngu í afturhjóladrifi og einnig er hægt að aftengja stöðugleikastýringuna, væntanlega fyrir þá sem vilja nota bílinn til að drifta. Bílinn má bæði fá á 19 og 20 tommu álfelgum. Hann vegur nú 1.855 kíló og hefur farið í 90 kg megrun frá síðustu kynslóð. Sala nýs BMW M5 hefst í þessum mánuði og kostar hann frá 117.900 evrum í Þýskalandi. BMW framleiðir 400 eintök af First Edition útgáfu bílsins og fást þeir meðal annars með möttu lakki.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent