Jafnrétti kynjanna er málefni kvenna og karla Eva Magnúsdóttir skrifar 13. september 2017 07:00 ,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Markaðir Skoðun Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun