Continental kynnir snjalldekk Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 09:46 Continental Contisense dekkið háþróaða. Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent
Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent