Continental kynnir snjalldekk Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 09:46 Continental Contisense dekkið háþróaða. Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent
Á meðan flestra augu beinast að nýjum bílum á bílasýningunni í Frankfurt eru þó margir íhlutaframleiðendur að kynna áhugaverða hluti á sýningunni fjölsóttu. Meðal þeirra er dekkjaframleiðandinn Continental sem kynnir þar dekk með innbyggða skynjara sem lesa slit þess, hitastig og mögulegar skemmdir og getur bæði breytt loftþrýstingi í dekkinu og stillt breydd snertiflatar dekksins við undirlagið. Skynjarinn í dekkinu gefur ökumanni síðan val um fjórar stillingar á eiginleikum dekksins, þ.e. wet, uneven, slippery og normal. Einn af stóru kostum þess að geta stillt eiginleika dekksins er við bestu aðstæður á góðu undirlagi, en þá má auka þrýstinginn í dekkinu, minnka snertiflötinn og eyða talsvert minna eldsneyti fyrir vikið. Þá veitir það einnig mikið öryggi ef aðstæður eru erfiðar að minnka þrýstinginn og auka með því gripið og stækka snertiflötinn á dekkinu. Enn annar kostur er fólginn í því að skynjarinn í dekkinu lætur vita ef slit dekksins eða skemmdir gefa ástæðu til dekkjaskipta.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent