BMW spáir endalokum bíllykilsins Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2017 14:53 BMW bíllykill, kannski einn af þeim síðustu. Með nútíma tækni í handraðanum er í raun afar lítil not fyrir bíllykla. Þetta er að minnsta kosti skoðun BMW, sem spáir því að styttast fari í endalok bíllyklanna eins og almenningur þekkir þá. BMW býður nú kaupendum bíla sinna app í farsíma þeirra sem er fullfært um að opna og loka bílum BMW og gerir í raun bíllykla þeirra óþarfa. BMW spyr; „Í fullri alvöru, hver hefur eiginlega þörf fyrir bíllykla“? Í meirihluta nýrra bíla er lyklinum ekki stungið í sviss til ræsingar lengur, heldur er ræsihnappur til þess gerður að ræsa vél bílanna. Sú tækni hefur lengi verið við lýði og þannig er sú þörf lyklanna að hverfa. Hin þörfin fyrir bíllyklana, að opna bílana og loka þeim, hverfur með tilkoma forrita, eða appa sem sjá um það verk. Mjög margir sem eiga nýja bíla taka bíllykla sína aldrei úr vasanum og á því má sjá að þörfin fyrir þá er harla lítil þó svo fyrirferð þeirra sé umtalsverð. „Af hverju því að ganga með bíllykla í vasanum, ef engin er þörfin“, spyr BMW. Tesla ætlar að bjóða kaupendum á Tesla Model 3 bílnum svona app, eða kort í veskið sem sér um að opna og loka þeim. Þar er því þetta skref stigið að mestu og hver veit nema innan fárra ára bjóði enginn bílframleiðandi bíllykla með nýjum bílum sínum, heldur bara app til að opna/loka og ræsihnapp til að ræsa vél bílsins, sem reyndar verða orðnir æði margir rafmagnsbílar. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent
Með nútíma tækni í handraðanum er í raun afar lítil not fyrir bíllykla. Þetta er að minnsta kosti skoðun BMW, sem spáir því að styttast fari í endalok bíllyklanna eins og almenningur þekkir þá. BMW býður nú kaupendum bíla sinna app í farsíma þeirra sem er fullfært um að opna og loka bílum BMW og gerir í raun bíllykla þeirra óþarfa. BMW spyr; „Í fullri alvöru, hver hefur eiginlega þörf fyrir bíllykla“? Í meirihluta nýrra bíla er lyklinum ekki stungið í sviss til ræsingar lengur, heldur er ræsihnappur til þess gerður að ræsa vél bílanna. Sú tækni hefur lengi verið við lýði og þannig er sú þörf lyklanna að hverfa. Hin þörfin fyrir bíllyklana, að opna bílana og loka þeim, hverfur með tilkoma forrita, eða appa sem sjá um það verk. Mjög margir sem eiga nýja bíla taka bíllykla sína aldrei úr vasanum og á því má sjá að þörfin fyrir þá er harla lítil þó svo fyrirferð þeirra sé umtalsverð. „Af hverju því að ganga með bíllykla í vasanum, ef engin er þörfin“, spyr BMW. Tesla ætlar að bjóða kaupendum á Tesla Model 3 bílnum svona app, eða kort í veskið sem sér um að opna og loka þeim. Þar er því þetta skref stigið að mestu og hver veit nema innan fárra ára bjóði enginn bílframleiðandi bíllykla með nýjum bílum sínum, heldur bara app til að opna/loka og ræsihnapp til að ræsa vél bílsins, sem reyndar verða orðnir æði margir rafmagnsbílar.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent