Kólumkilli eða sveppasúpa Kári Stefánsson skrifar 5. september 2017 07:00 Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. Það hafði lítil áhrif á trú manna á tilvist látinna á meðal þeirra að það var ekki hægt að sanna hana með vísindalegum aðferðum, enda ljóst að allir draugar með einhverja sjálfsvirðingu hyrfu af vettvangi ef farið væri að beina að þeim mælitækjum. Svona var íslensk þjóð, staðföst og lét ekki vísindalegar aðferðir byrgja sér sýn á það sem er dularfullt og spennandi. Hvernig skyldi þetta svo vera í dag á okkar farsælda Fróni? Draugarnir búa ekki með okkur lengur, þeir eru fluttir eitthvað annað. Þeir síðustu pökkuðu saman draslinu sínu og fóru þegar Google fór að segja okkur að trúin á þá væri hjátrú sem ekki væri sæmandi menntaðri þjóð. En það breytir því ekki að þjóðin er enn staðföst í trú sinni á ýmislegt dularfullt og spennandi sem ekki hefur verið sannað með aðferðum vísindanna. Klárasta dæmið um þessa staðfestu upp á síðkastið er trúin á heilsuspillandi áhrif myglusveppa í húsum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þrátt fyrir það velkist íslensk þjóð ekki í vafa um áhrif myglusveppa á heilsu og má sjá merki þess víða í samfélaginu. Til dæmis ef ekið er austur Sæbrautina blasir við risastórt hús, autt, þar sem einu sinni var banki sem var ýmist fallítt eða ekki. Húsið var rýmt af því að margir starfsmenn bankans urðu lasnir og sumir bráðlasnir af völdum myglusvepps, sem læknisfræðin veit ekki enn hvort vegur að heilsu fólks eða ekki. Þetta hús er svo stórt að ef það hefði verið rýmt áður en draugarnir hurfu annað hefðu þeir allir rúmast þar, getað flutt þangað vegna þess að mér finnst líklegt að draugar séu ónæmir fyrir myglusveppum. Svo er það hús Orkuveitunnar og þúsundir annarra húsa víðsvegar um landið og okkur er sagt að tjónið af völdum myglusvepps á Íslandi nemi tugum miljarða. Þetta byrjaði á því að inn í hús nokkur kom ung kona í kafarabúningi (ghost buster) og fann myglusveppi grimmilega sem hún lagði á mjaðmahnykk. Síðan þá hefur baráttan við myglusveppinn orðið mjög stór iðnaður á Íslandi og engin atvinnugrein vaxið meira í landinu nema ferðaþjónustan. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. Það hafði lítil áhrif á trú manna á tilvist látinna á meðal þeirra að það var ekki hægt að sanna hana með vísindalegum aðferðum, enda ljóst að allir draugar með einhverja sjálfsvirðingu hyrfu af vettvangi ef farið væri að beina að þeim mælitækjum. Svona var íslensk þjóð, staðföst og lét ekki vísindalegar aðferðir byrgja sér sýn á það sem er dularfullt og spennandi. Hvernig skyldi þetta svo vera í dag á okkar farsælda Fróni? Draugarnir búa ekki með okkur lengur, þeir eru fluttir eitthvað annað. Þeir síðustu pökkuðu saman draslinu sínu og fóru þegar Google fór að segja okkur að trúin á þá væri hjátrú sem ekki væri sæmandi menntaðri þjóð. En það breytir því ekki að þjóðin er enn staðföst í trú sinni á ýmislegt dularfullt og spennandi sem ekki hefur verið sannað með aðferðum vísindanna. Klárasta dæmið um þessa staðfestu upp á síðkastið er trúin á heilsuspillandi áhrif myglusveppa í húsum. Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þrátt fyrir það velkist íslensk þjóð ekki í vafa um áhrif myglusveppa á heilsu og má sjá merki þess víða í samfélaginu. Til dæmis ef ekið er austur Sæbrautina blasir við risastórt hús, autt, þar sem einu sinni var banki sem var ýmist fallítt eða ekki. Húsið var rýmt af því að margir starfsmenn bankans urðu lasnir og sumir bráðlasnir af völdum myglusvepps, sem læknisfræðin veit ekki enn hvort vegur að heilsu fólks eða ekki. Þetta hús er svo stórt að ef það hefði verið rýmt áður en draugarnir hurfu annað hefðu þeir allir rúmast þar, getað flutt þangað vegna þess að mér finnst líklegt að draugar séu ónæmir fyrir myglusveppum. Svo er það hús Orkuveitunnar og þúsundir annarra húsa víðsvegar um landið og okkur er sagt að tjónið af völdum myglusvepps á Íslandi nemi tugum miljarða. Þetta byrjaði á því að inn í hús nokkur kom ung kona í kafarabúningi (ghost buster) og fann myglusveppi grimmilega sem hún lagði á mjaðmahnykk. Síðan þá hefur baráttan við myglusveppinn orðið mjög stór iðnaður á Íslandi og engin atvinnugrein vaxið meira í landinu nema ferðaþjónustan. Nú er ég ekki að halda því fram að það sé loku fyrir það skotið að myglusveppur í húsum geti valdið heilsuvanda hjá þeim sem þar búa eða vinna á sama máta og ég er ekki viss um nema draugar séu til, í báðum þessum tilfellum vantar einfaldlega sönnun þess að svo sé. Þess vegna væri ekki úr vegi að byrja á því að rannsaka málið áður en hús eru dæmd ónýt og rifin og tugmiljarða króna tjón gert að raunveruleika. Rannsókn á skaða þeim sem myglusveppur kann að valda á heilsu manna verður eingöngu unnin á Íslandi vegna þess að í öðrum löndum búa maðurinn og sveppurinn í friðsömu sambýli og hvorugur kvartar undan hinum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun