Hvað ert þú að gera? Pétur Sigurðsson skrifar 7. september 2017 10:43 Þegar ég fylgist með umræðunni og auglýsingum á Íslandi í dag, fer ég ósjálfrátt að hugsa um hrunið á fasteignamarkaðnum í Florida. Hvernig mér tókst að lifa sæmilegu lífi á því að selja eignir fyrir bæði Íslendinga og Amerikana, sem voru komnir í vandræði með eignirnar sínar og horfðu fram á nauðungarsölu. Þetta voru erfið spor fyrir þá sem lentu í þessu og fylgdi því bæði þunglyndi og kvíði. Menn höfðu áhyggjur af því hvort þetta hefði áhrif á framtíð þeirra, hvort bankarnir myndu elta þá til Íslands til að innheimta, hvort þetta hefði áhrif á þeirra getu til þess að ferðast um Bandaríkin og svo framvegis. Að selja fasteignir í skortsölu hérna í Bandaríkjunum er ekki skemmtilegt verk, maður er endalaust í símanum að ræða við bankastarfsmenn sem eru orðnir hundleiðir á skortsölum, maður er að reyna að fá staðfest að þeir séu með öll gögnin sem maður sendi í skjalapakkanum sínum (týnist í 50% tilfella) og síðan að ýta á að skjalapakkinn komist í loka endurskoðun. Það eina skemmtilega við skortsölur er þegar maður getur tilkynnt seljandanum að það sé búið að samþykkja söluna og að eftirstöðvarnar af láninu verða felldar niður. Það tók suma smá tíma að skilja að þeir myndu labba frá húsinu með hreint bak. Þegar ég var að vinna með þessu ólánsama fólki, þá reyndi ég að komast að því af hverju það væri komið í þessa stöðu. Þar sem það var ekki alltaf augljóst á skjalapakkanum sem ég útbjó fyrir lánafyrirtækin, þá þurfti ég að hnísast um þeirra hagi og hvernig þau komust í þessa stöðu. Í sumum tilfellum voru það óviðráðanlegar aðstæður svo sem veikindi eða andlát sem voru valdurinn af vandamálum þeirra en í flestum tilfellunum upplýsingarskortur. Þegar þetta fólk keypti eignirnar þá var ekki farið yfir það með þeim hvað það kostaði að eiga, reka og selja eignir í Florida ásamt því að það var ekki upplýst um notagildi eignarinnar og hvað væri heimilt að gera í hverfinu sem eignin var staðsett í. Ég lít á það sem skyldu fasteignasalans að upplýsa kaupendur um: Hver er kostnaðurinn við að kaupa eignir, hvað kostar að reka eignirnar og hvað kostar að selja eignirnar. Einnig fjalla ég oft um það hversu auðvelt eða erfitt það er að selja eignirnar en það fer mikið eftir stærð og hverfum. Ásæðan fyrir því að ég rita þessa grein er að ég vil benda fólki á að það þarf að hugsa sinn gang áður en það setur undirskrift sína á kaupsamning. Þið þurfið að biðja um sundurliðun á kostnaðnum við að kaupa eignina, sundurliðun á lánakostnaðnum, hversu há eru fasteignagjöldin af eign í þeim verðflokki sem þið eruð að kaupa í, er eignin í Samfélagsþróunarhverfi (CDD) með sérstökum fasteignagjöldum. Hvað kostar að tryggja eignina. Hvað eru hverfafélagsgjöldin há, er líka hússjóður sem þarf að greiða í. Hvað kostar, rafmagn, vatn, sorphirða, frárennslisvant, skolp frárennsli, kapalkerfi, sími ofl. Þá kemur einnig að viðhaldi, lóðarhirðu, meindýraeyðingu og fleirru. Ég gæti haldið áfram hérna og talað um sölukosnað og fleirra, en ég held að þið skiljið hvað ég er að fara. Ef þið ætlið að kaupa eignir erlendis í landi sem þið hafið ekki búið í, þá verðið þið að kynna ykkur vel hvað þið eruð að fara út í. Munið að þið þurfið að byðja fasteignasalann sem er að lýsa eigninni um skírteini, sá sem er með skírteini er tryggður í Florida. Höfundur er fasteignasali í mið Florida og eigandi The Viking Team, Realty. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þegar ég fylgist með umræðunni og auglýsingum á Íslandi í dag, fer ég ósjálfrátt að hugsa um hrunið á fasteignamarkaðnum í Florida. Hvernig mér tókst að lifa sæmilegu lífi á því að selja eignir fyrir bæði Íslendinga og Amerikana, sem voru komnir í vandræði með eignirnar sínar og horfðu fram á nauðungarsölu. Þetta voru erfið spor fyrir þá sem lentu í þessu og fylgdi því bæði þunglyndi og kvíði. Menn höfðu áhyggjur af því hvort þetta hefði áhrif á framtíð þeirra, hvort bankarnir myndu elta þá til Íslands til að innheimta, hvort þetta hefði áhrif á þeirra getu til þess að ferðast um Bandaríkin og svo framvegis. Að selja fasteignir í skortsölu hérna í Bandaríkjunum er ekki skemmtilegt verk, maður er endalaust í símanum að ræða við bankastarfsmenn sem eru orðnir hundleiðir á skortsölum, maður er að reyna að fá staðfest að þeir séu með öll gögnin sem maður sendi í skjalapakkanum sínum (týnist í 50% tilfella) og síðan að ýta á að skjalapakkinn komist í loka endurskoðun. Það eina skemmtilega við skortsölur er þegar maður getur tilkynnt seljandanum að það sé búið að samþykkja söluna og að eftirstöðvarnar af láninu verða felldar niður. Það tók suma smá tíma að skilja að þeir myndu labba frá húsinu með hreint bak. Þegar ég var að vinna með þessu ólánsama fólki, þá reyndi ég að komast að því af hverju það væri komið í þessa stöðu. Þar sem það var ekki alltaf augljóst á skjalapakkanum sem ég útbjó fyrir lánafyrirtækin, þá þurfti ég að hnísast um þeirra hagi og hvernig þau komust í þessa stöðu. Í sumum tilfellum voru það óviðráðanlegar aðstæður svo sem veikindi eða andlát sem voru valdurinn af vandamálum þeirra en í flestum tilfellunum upplýsingarskortur. Þegar þetta fólk keypti eignirnar þá var ekki farið yfir það með þeim hvað það kostaði að eiga, reka og selja eignir í Florida ásamt því að það var ekki upplýst um notagildi eignarinnar og hvað væri heimilt að gera í hverfinu sem eignin var staðsett í. Ég lít á það sem skyldu fasteignasalans að upplýsa kaupendur um: Hver er kostnaðurinn við að kaupa eignir, hvað kostar að reka eignirnar og hvað kostar að selja eignirnar. Einnig fjalla ég oft um það hversu auðvelt eða erfitt það er að selja eignirnar en það fer mikið eftir stærð og hverfum. Ásæðan fyrir því að ég rita þessa grein er að ég vil benda fólki á að það þarf að hugsa sinn gang áður en það setur undirskrift sína á kaupsamning. Þið þurfið að biðja um sundurliðun á kostnaðnum við að kaupa eignina, sundurliðun á lánakostnaðnum, hversu há eru fasteignagjöldin af eign í þeim verðflokki sem þið eruð að kaupa í, er eignin í Samfélagsþróunarhverfi (CDD) með sérstökum fasteignagjöldum. Hvað kostar að tryggja eignina. Hvað eru hverfafélagsgjöldin há, er líka hússjóður sem þarf að greiða í. Hvað kostar, rafmagn, vatn, sorphirða, frárennslisvant, skolp frárennsli, kapalkerfi, sími ofl. Þá kemur einnig að viðhaldi, lóðarhirðu, meindýraeyðingu og fleirru. Ég gæti haldið áfram hérna og talað um sölukosnað og fleirra, en ég held að þið skiljið hvað ég er að fara. Ef þið ætlið að kaupa eignir erlendis í landi sem þið hafið ekki búið í, þá verðið þið að kynna ykkur vel hvað þið eruð að fara út í. Munið að þið þurfið að byðja fasteignasalann sem er að lýsa eigninni um skírteini, sá sem er með skírteini er tryggður í Florida. Höfundur er fasteignasali í mið Florida og eigandi The Viking Team, Realty.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar