Hreyfing til heilsu Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2017 09:03 Allir, ungir sem aldnir, þurfa á hreyfingu að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að samkvæmt alþjóðlegum tölum nær þriðjungur fullorðinna ekki þeirri lágmarkshreyfingu sem mælt er með. Þeirri staðreynd vilja sjúkraþjálfarar um allan heim vekja athygli á, nú þegar þeir fagna alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, 8. september 2017. Þennan dag nýta sjúkraþjálfarar til vekja athygli á þjálfun, forvörnum og mikilvægi þess að allir njóti daglegrar hreyfingar, burtséð frá líkamsburðum. Hreyfing, sem hluti af daglegu lífi, bætir heilsu og líðan fólks og dregur úr áhættu á ýmsum sjúkdómum t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Að hreyfa sig og vera virkur í daglega lífinu er algerlega nauðsynlegt fyrir heilsu og vellíðan, það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á og sönnunargögnin eru ótvíræð. Samt sem áður er það ekki auðvelt fyrir alla og í raun erfitt fyrir marga. Lífstíll okkar og umhverfi þar sem við vinnum, leikum og lærum stuðlar ekki alltaf að líkamlegri virkni. Til eru einfaldar leiðir til að fella hreyfingu og líkamlega virkni inn í dagslegt amstur og á því vilja sjúkraþjálfarar vekja athygli. Æfing og hreyfing geta verið alls konar og geta falið í sér heimilisstörf og garðyrkju, auk dans, hlaupa eða hjólreiða svo fáein dæmi séu tekin. Sífelld aukin þekking á mannslíkamanum eykur skilning á hreyfikerfum og hreyfiþörf líkamans. Hér á Íslandi eru 600 sjúkraþjálfarar tilbúnir til að ræða við fólk og fræða um það hvernig hægt er að auka almenna daglega hreyfingu til heilsubótar.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Allir, ungir sem aldnir, þurfa á hreyfingu að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að samkvæmt alþjóðlegum tölum nær þriðjungur fullorðinna ekki þeirri lágmarkshreyfingu sem mælt er með. Þeirri staðreynd vilja sjúkraþjálfarar um allan heim vekja athygli á, nú þegar þeir fagna alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, 8. september 2017. Þennan dag nýta sjúkraþjálfarar til vekja athygli á þjálfun, forvörnum og mikilvægi þess að allir njóti daglegrar hreyfingar, burtséð frá líkamsburðum. Hreyfing, sem hluti af daglegu lífi, bætir heilsu og líðan fólks og dregur úr áhættu á ýmsum sjúkdómum t.d. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki af tegund 2. Að hreyfa sig og vera virkur í daglega lífinu er algerlega nauðsynlegt fyrir heilsu og vellíðan, það hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á og sönnunargögnin eru ótvíræð. Samt sem áður er það ekki auðvelt fyrir alla og í raun erfitt fyrir marga. Lífstíll okkar og umhverfi þar sem við vinnum, leikum og lærum stuðlar ekki alltaf að líkamlegri virkni. Til eru einfaldar leiðir til að fella hreyfingu og líkamlega virkni inn í dagslegt amstur og á því vilja sjúkraþjálfarar vekja athygli. Æfing og hreyfing geta verið alls konar og geta falið í sér heimilisstörf og garðyrkju, auk dans, hlaupa eða hjólreiða svo fáein dæmi séu tekin. Sífelld aukin þekking á mannslíkamanum eykur skilning á hreyfikerfum og hreyfiþörf líkamans. Hér á Íslandi eru 600 sjúkraþjálfarar tilbúnir til að ræða við fólk og fræða um það hvernig hægt er að auka almenna daglega hreyfingu til heilsubótar.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar