Jóhann settur af við gerð Blade Runner Benedikt Bóas skrifar 8. september 2017 13:30 Ryan Gosling, aðalstjarnan í myndinni, ásamt leikkonunum Ana de Armas og Mackenzie Davis NordicPhotos/Getty Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira