Áfeng vara Gunnar Árnason skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun