Áfeng vara Gunnar Árnason skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun