Áfeng vara Gunnar Árnason skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, hefur haldið uppi áróðri fyrir því að sala á áfengi verði frjáls. Umrædd Áslaug telur að núverandi fyrirkomulag sé óhagkvæmt, ósanngjarnt og til þess fallið að draga úr lífsgæðum almennings. Þingmaðurinn hefur ekki talað um annað frá því hún tók sæti á þingi. Um alvarlegan misskilning er að ræða vegna þess að fyrrgreind lýsing þingmannsins á sumpart nokkuð vel við um vöruna sjálfa ef hún er ekki rétt meðhöndluð af neytandanum – misnotkun áfengis bitnar harkalega á buddunni og kemur niður á neytandanum og hans nánustu með ósanngjörnum hætti – það er ágreiningslaust. En það þarf ekki endilega að eiga við um kaupmanninn sem stillir vörunni upp til sölu, nema viðkomandi kaupmaður eigi við áfengisvandamál að stríða. Það eru býsna margir sem eiga erfitt með að höndla áfengi, sem er ólík annarri hilluvöru í matvöruverslun eða bensínstöð. Áfengi veldur meira böli, sjúkdómum og örkumlum en nokkur önnur vara. Umrædd Áslaug lætur sig fyrrgreint engu varða, þar sem fyrir hana hefur verið lagt að greiða götu fjárfesta og kaupmanna sem vilja komast í þá stöðu sem ÁTVR er í. Það skyldu þó ekki vera vildarvinir Sjálfstæðisflokksins, sem bíða í ofvæni eftir því að fá umrætt á silfurfati. Og æ sér gjöf til gjalda. Verslanir ÁTVR eru hagkvæmar og vörur eru boðnar á sanngjörnu verði. Hátt þjónustustig og gott vöruúrval hjá ÁTVR gæti meira að segja fallið vel að skilgreiningunni um að auka við lífsgæði landans. Nýleg auglýsing verslananna er hluti af forvörnum og til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar. Það hvarflar ekki að greinarhöfundi að halda að kaupmenn séu ákafir í að sinna slíkum verkefnum. Þeir gætu allt eins haft þá skoðun að vilja lækka lágmarksaldur til áfengiskaupa, í því skyni að auka viðskipti og framlegð frá rekstri, óháð því um hvers konar vöru er að ræða. Liggur það ekki í augum uppi? Kennslubókin sem umrædd Áslaug hefur nýverið lagt frá sér segir allt aðra sögu. Þar er staðhæft að allur rekstur sem ríkið kemur að sé sóun á almannafé og hreinræktað bruðl. Ekki ber á öðru en að þingmanninum séu fyrrgreind kennslubókarfræði í fersku minni en hvað gengur þingmanninum eiginlega til með því að fetta fingur út í forvarnarstarf sem hefur skilað árangri og brýnt er að rækja áfram vel og af alúð? Rökin fyrir málflutningi þingmannsins skortir tilfinnanlega og eðlilegt að leitað sé skýringa á því. Hvers vegna á að breyta fyrirkomulaginu? Því hefur þingmaðurinn og hans flokkur ekki svarað með viðhlítandi hætti. Hafa ber hugfast að meirihluti landsmanna er sáttur við núverandi fyrirkomulag í sölu áfengis í verslunum. Fákeppni er ríkjandi á markaði fyrir matvöru og eldsneyti hér á landi. Það mun væntanlega verða ofan á ef sala á áfengi verður gefin frjáls. Nokkrir firnasterkir aðilar munu þá yfirgnæfa markaðinn. Við neytendur höfum upplifað slíkt undanfarna áratugi í sölu á eldsneyti og mat- og drykkjarvöru. Og vitum mætavel hvað fákeppni á markaði hefur fært okkur í úrvali, gæðum og verðlagningu á vörum vegna þess að samkeppnishindranir eru býsna miklar og inngangsþröskuldur fyrir nýja aðila á markaði er mjög hár. Er það eitthvert vafamál? Hvort markaðsráðandi aðilar eru innlendir eða erlendir, varðar okkur neytendur litlu – við erum eftir sem áður jafn illa sett og varnarlaus í þessu tilliti. Verðlagningu áfengis verður þá handstýrt af fáum aðilum, áfengi verður boðið á mun hærra verði en í dag, í minna úrvali, af minni gæðum og á tiltölulega afmörkuðu svæði. Tökum mið af okkar hagsmunum og við vitum mætavel hvað hentar okkur og okkar nánustu best þegar kemur að sölu áfengis í verslunum. Höfundur starfar við arkitektúr og hönnun.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar