Ég er heppna lamaða konan Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2017 09:08 Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun