Miðhálendið Björt Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björt Ólafsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Miðhálendið með sínum kynngimögnuðu óbyggðum er einn helsti fjársjóður okkar Íslendinga. Á svæðinu breiða úr sér ein stærstu víðerni Evrópu og kvik og lifandi átök eldfjalla og jökla hafa skapað landslag sem er engu líkt. Landslag sem vísindamenn NASA rannsaka í samanburði við aðrar plánetur, og landslag sem fyllir útivistarfólk og aðra ferðamenn orku við það eitt að berja það augum. Miðhálendið er þannig eitt af undrum Íslands sem okkur ber skylda til að varðveita og vernda. Sótt hefur verið inn á hálendið í auknum mæli á undanförnum árum og landsvæðum raskað. Þessi þróun á sér ekki bara stað á Íslandi því stöðugt fækkar í heiminum stórum, óbyggðum svæðum þar sem náttúran ræður ríkjum. Á miðhálendinu eru til dæmis átta virkjanir og mörg uppistöðulón og því er krafan um að sem minnstu verði raskað í viðbót ekki ósanngjörn. Að mínu mati er því gríðarlega mikilvægt að varðveita náttúruverðmæti miðhálendisins og hef ég sem ráðherra umhverfis- og auðlindamála sett fram hugmyndina um Miðhálendisþjóðgarð sem eitt af mínum helstu stefnumálum. Þar finnst mér lykilatriði að heimamenn séu með í að skapa umgjörðina og móta stefnuna til að þannig þjóðgarður megi nýtast samfélögum og byggðunum sem best. Í þessu ferli þurfum við að spyrja okkur: Hvað þýðir miðhálendisþjóðgarður og hvaða markmiðum verður hann að þjóna? Af þeim ástæðum hóf ég í byrjun sumars fundaröð með sveitarfélögunum 22 sem hafa skipulagsvald á miðhálendinu til að hlusta á sjónarmið og ábendingar sem ég mun taka með í áframhaldandi stefnumörkun um verndun svæðisins. Einnig hef ég nýlokið við að heimsækja öll rekstrarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem ég ræddi við þjóðgarðsverði, landverði og fulltrúa sveitarfélaga um kosti og áskoranir sem fylgja þeim þjóðgarði og aukinni vernd á miðhálendinu. Ég er sannfærð um að það felast mikil tækifæri í miðhálendisþjóðgarði. Fyrir það fyrsta myndi samþætt stjórnunarform líkt og er í hinum valddreifða Vatnajökulsþjóðgarði opna á aukið samstarf þvert á sveitarfélög, þar sem allir hlutaðeigandi myndu eiga þátt í að móta verndar- og stjórnunaráætlun fyrir miðhálendið sem eina heild. Slík sýn, með skýr framtíðarmarkmið, gæti orðið grunnur að heildstæðu skipulagi um frekari vernd, þróun ferðamannaaðstöðu, fræðslu og aðra landnýtingu á miðhálendinu. Síðast en ekki síst gæti miðhálendisþjóðgarður ýtt undir öflugri byggðaþróun í nærsveitarfélögum, til að mynda í formi fjölbreyttari atvinnutækifæra – líkt og hefur sýnt sig í gróskunni á ýmsum nærsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar hefur þjóðgarðsformið einnig eflt heildarskipulag á svæðum sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Miðhálendisþjóðgarður yrði því hreint ekki nafnið eitt. Hann á að hafa í för með sér skipulag og vernd, áætlanagerð, dreift stjórnkerfi, samtal og samvinnu mismunandi aðila sem ætla að nýta svæðið, hvort sem um ræðir bændur, útivistarfólk, vísindamenn, ferðaþjónustuaðila eða aðra. Sem dæmi þyrfti að huga vel að því að sjálfbær hefðbundin nýting, til dæmis sjálfbær beit og sjálfbærar veiðar rúmist innan þjóðgarðsins. Nú í haust mun koma út skýrsla á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem unnin hefur verið í samvinnu við helstu hagsmunaaðila. Í henni er velt upp hugmyndum um hvernig best yrði staðið að því að vernda miðhálendið. Sú skýrsla mun nýtast vel við áframhaldandi stefnumörkun um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Ég er bjartsýn á að útkoman fái góðan stuðning. Gallup kannanir sem gerðar hafa verið sýna að hugmyndin nýtur mikils stuðnings landsmanna, en yfir 60% þeirra eru hlynnt henni. Kannanirnar sýna líka að stuðningurinn liggur þvert á stjórnmálaflokkana og því ættu allir flokkar á Alþingi að geta sameinast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun