Iceland Travel stefnir á markað á næstu árum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn leita nú leiða til að sameinast og hagræða til þess að mæta sterkari krónu og aukinni samkeppni. vísir/pjetur Til stendur að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hlutabréfamarkað á næstu árum, að sögn Þóris Garðarssonar, eins eigenda Gray Line. Hann segir jákvætt ef Íslendingar og hérlendir fagfjárfestar fá tækifæri til þess að fjárfesta í ferðaþjónustufyrirtæki. Dreifðara eignarhald í ferðaþjónustu sé til bóta. Tilkynnt var um sameiningu félaganna tveggja í síðustu viku. Iceland Travel er ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group, en starfsemi hins félagsins, Allrahanda GL, sem er leyfishafi Gray Line Worldwide á Íslandi, felst einkum í skipulögðum dagsferðum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Viðskiptin eru háð ýmsum fyrirvörum, svo sem samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Samanlögð velta félaganna tveggja var um fimmtán milljarðar króna í fyrra og er búist við að hún verði um átján milljarðar í ár. Þórir segir félagið þurfa að ná um tuttugu milljarða veltu til þess að eiga erindi á hlutabréfamarkað. „Markmiðið er að félagið fari á markað fyrir lok árs 2021,“ segir hann í samtali við blaðið.Þórir Garðarsson, einn eigenda Gray Line á ÍslandiLítið hefur verið um nýskráningar á aðalmarkað Kauphallar Íslands undanfarin tvö ár. Í fyrra var einungis eitt nýtt félag skráð, Skeljungur, og árið 2015 voru þrjú félög skráð, en það voru fasteignafélögin Reitir og Eik og fjarskiptafélagið Síminn. Útlit er fyrir að eitt félag komi inn á hlutabréfamarkaðinn í ár, leigufélagið Heimavellir, en skráning félagsins er fyrirhuguð á síðasta fjórðungi ársins. Þá er stefnt að skráningu Almenna leigufélagsins innan fáeinna ára. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrr í sumar að auk Heimavalla væru þrjú félög að skoða skráningu á markað. Aðeins eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, er skráð í Kauphöllina en þó ber að hafa í huga að mörg Kauphallarfélög, til dæmis Hagar, N1, Skeljungur, þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þórir segir samkeppnina mikla á markaðinum. „Fyrirtæki eru alltaf að stækka og það er orðið algengara að erlend fyrirtæki komi hingað til lands. Ferðaþjónusta er landamæralaus viðskipti og það er ekkert náttúrulögmál að ferðamenn velji Ísland fram yfir aðra áfangastaði,“ segir hann. Sameinað félag sé betur í stakk búið til þess að takast á við harðnandi alþjóðlega samkeppni og markaðssetja Ísland á erlendum mörkuðum. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að í ljósi mikillar samkeppni sé afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að ferðaþjónustufyrirtæki leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Greinendur hafa tekið undir þetta og lagt áherslu á mikilvægi þess að fyrirtækin búi til stærri og hagkvæmari rekstrareiningar til þess að bæta megi arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu. Þórir segir ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi fremur lítil. Það vanti stærri fyrirtæki sem hafi hag af því að laða ferðamenn til landsins. Líklegt sé að önnur fyrirtæki á markaðinum horfi á næstu árum í meira mæli til sameiningar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Til stendur að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hlutabréfamarkað á næstu árum, að sögn Þóris Garðarssonar, eins eigenda Gray Line. Hann segir jákvætt ef Íslendingar og hérlendir fagfjárfestar fá tækifæri til þess að fjárfesta í ferðaþjónustufyrirtæki. Dreifðara eignarhald í ferðaþjónustu sé til bóta. Tilkynnt var um sameiningu félaganna tveggja í síðustu viku. Iceland Travel er ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group, en starfsemi hins félagsins, Allrahanda GL, sem er leyfishafi Gray Line Worldwide á Íslandi, felst einkum í skipulögðum dagsferðum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Viðskiptin eru háð ýmsum fyrirvörum, svo sem samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Samanlögð velta félaganna tveggja var um fimmtán milljarðar króna í fyrra og er búist við að hún verði um átján milljarðar í ár. Þórir segir félagið þurfa að ná um tuttugu milljarða veltu til þess að eiga erindi á hlutabréfamarkað. „Markmiðið er að félagið fari á markað fyrir lok árs 2021,“ segir hann í samtali við blaðið.Þórir Garðarsson, einn eigenda Gray Line á ÍslandiLítið hefur verið um nýskráningar á aðalmarkað Kauphallar Íslands undanfarin tvö ár. Í fyrra var einungis eitt nýtt félag skráð, Skeljungur, og árið 2015 voru þrjú félög skráð, en það voru fasteignafélögin Reitir og Eik og fjarskiptafélagið Síminn. Útlit er fyrir að eitt félag komi inn á hlutabréfamarkaðinn í ár, leigufélagið Heimavellir, en skráning félagsins er fyrirhuguð á síðasta fjórðungi ársins. Þá er stefnt að skráningu Almenna leigufélagsins innan fáeinna ára. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrr í sumar að auk Heimavalla væru þrjú félög að skoða skráningu á markað. Aðeins eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, er skráð í Kauphöllina en þó ber að hafa í huga að mörg Kauphallarfélög, til dæmis Hagar, N1, Skeljungur, þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þórir segir samkeppnina mikla á markaðinum. „Fyrirtæki eru alltaf að stækka og það er orðið algengara að erlend fyrirtæki komi hingað til lands. Ferðaþjónusta er landamæralaus viðskipti og það er ekkert náttúrulögmál að ferðamenn velji Ísland fram yfir aðra áfangastaði,“ segir hann. Sameinað félag sé betur í stakk búið til þess að takast á við harðnandi alþjóðlega samkeppni og markaðssetja Ísland á erlendum mörkuðum. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að í ljósi mikillar samkeppni sé afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að ferðaþjónustufyrirtæki leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Greinendur hafa tekið undir þetta og lagt áherslu á mikilvægi þess að fyrirtækin búi til stærri og hagkvæmari rekstrareiningar til þess að bæta megi arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu. Þórir segir ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi fremur lítil. Það vanti stærri fyrirtæki sem hafi hag af því að laða ferðamenn til landsins. Líklegt sé að önnur fyrirtæki á markaðinum horfi á næstu árum í meira mæli til sameiningar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira