Tryggjum hlut kvenna á framboðslistanum Árni Árnason skrifar 18. ágúst 2017 10:42 Hin svokallaða blandaða leið, sem Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - leggur fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku, hefur það að meginmarkmiði að tryggja hlut kvenna á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Í þeim prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarið höfum við enga tryggingu haft fyrir því hversu margar konur gefa kost á sér, eða hvernig þær konur sem bjóða sig fram skila sér á listanum. Til vitnis um það má nefna dapurlegt dæmi úr Kraganum, í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem fjórir karlmenn röðuðu sér í efstu sæti listans en engin kona. Afleiðing þessarar óheppilegu niðurstöðu var sú að stórum hluta stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna var svo misboðið að þær sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Með blönduðu leiðinni mun kjörnefnd tryggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig ekki, enda mun nefndin sjá til þess að á listanum sé jafnt hlutfall kvenna og karla. Það sýndi sig árið 2002 þegar að svipaðri aðferð var beitt við röðun á lista að þar var hlutur kvenna veglegur. Það sætir því furðu að formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sjái sig nú knúna til að fara fram á ritvöllinn, með grein í Fréttablaðinu í dag, og gagnrýna leiðina sem einmitt á að skila konum jöfnum hlut á við karla á framboðslistanum. Ég hvet þá sem vilja veg kvenna sem mestan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að styðja blönduðu leiðina. Sú leið snýst einmitt um það að leiðtoginn er kjörinn í opnu prófkjöri þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa þátttökurétt. Að því loknu mun uppstillingarnefnd, sem einnig er kjörin af hátt í 2000 fulltrúaráðsmeðlimum í Reykjavík, raða upp á listann frambærilegum konum og körlum. Höfundur er stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hin svokallaða blandaða leið, sem Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - leggur fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku, hefur það að meginmarkmiði að tryggja hlut kvenna á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Í þeim prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarið höfum við enga tryggingu haft fyrir því hversu margar konur gefa kost á sér, eða hvernig þær konur sem bjóða sig fram skila sér á listanum. Til vitnis um það má nefna dapurlegt dæmi úr Kraganum, í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem fjórir karlmenn röðuðu sér í efstu sæti listans en engin kona. Afleiðing þessarar óheppilegu niðurstöðu var sú að stórum hluta stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna var svo misboðið að þær sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Með blönduðu leiðinni mun kjörnefnd tryggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig ekki, enda mun nefndin sjá til þess að á listanum sé jafnt hlutfall kvenna og karla. Það sýndi sig árið 2002 þegar að svipaðri aðferð var beitt við röðun á lista að þar var hlutur kvenna veglegur. Það sætir því furðu að formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sjái sig nú knúna til að fara fram á ritvöllinn, með grein í Fréttablaðinu í dag, og gagnrýna leiðina sem einmitt á að skila konum jöfnum hlut á við karla á framboðslistanum. Ég hvet þá sem vilja veg kvenna sem mestan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að styðja blönduðu leiðina. Sú leið snýst einmitt um það að leiðtoginn er kjörinn í opnu prófkjöri þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa þátttökurétt. Að því loknu mun uppstillingarnefnd, sem einnig er kjörin af hátt í 2000 fulltrúaráðsmeðlimum í Reykjavík, raða upp á listann frambærilegum konum og körlum. Höfundur er stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar