Tryggjum hlut kvenna á framboðslistanum Árni Árnason skrifar 18. ágúst 2017 10:42 Hin svokallaða blandaða leið, sem Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - leggur fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku, hefur það að meginmarkmiði að tryggja hlut kvenna á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Í þeim prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarið höfum við enga tryggingu haft fyrir því hversu margar konur gefa kost á sér, eða hvernig þær konur sem bjóða sig fram skila sér á listanum. Til vitnis um það má nefna dapurlegt dæmi úr Kraganum, í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem fjórir karlmenn röðuðu sér í efstu sæti listans en engin kona. Afleiðing þessarar óheppilegu niðurstöðu var sú að stórum hluta stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna var svo misboðið að þær sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Með blönduðu leiðinni mun kjörnefnd tryggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig ekki, enda mun nefndin sjá til þess að á listanum sé jafnt hlutfall kvenna og karla. Það sýndi sig árið 2002 þegar að svipaðri aðferð var beitt við röðun á lista að þar var hlutur kvenna veglegur. Það sætir því furðu að formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sjái sig nú knúna til að fara fram á ritvöllinn, með grein í Fréttablaðinu í dag, og gagnrýna leiðina sem einmitt á að skila konum jöfnum hlut á við karla á framboðslistanum. Ég hvet þá sem vilja veg kvenna sem mestan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að styðja blönduðu leiðina. Sú leið snýst einmitt um það að leiðtoginn er kjörinn í opnu prófkjöri þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa þátttökurétt. Að því loknu mun uppstillingarnefnd, sem einnig er kjörin af hátt í 2000 fulltrúaráðsmeðlimum í Reykjavík, raða upp á listann frambærilegum konum og körlum. Höfundur er stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hin svokallaða blandaða leið, sem Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - leggur fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku, hefur það að meginmarkmiði að tryggja hlut kvenna á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Í þeim prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarið höfum við enga tryggingu haft fyrir því hversu margar konur gefa kost á sér, eða hvernig þær konur sem bjóða sig fram skila sér á listanum. Til vitnis um það má nefna dapurlegt dæmi úr Kraganum, í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem fjórir karlmenn röðuðu sér í efstu sæti listans en engin kona. Afleiðing þessarar óheppilegu niðurstöðu var sú að stórum hluta stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna var svo misboðið að þær sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Með blönduðu leiðinni mun kjörnefnd tryggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig ekki, enda mun nefndin sjá til þess að á listanum sé jafnt hlutfall kvenna og karla. Það sýndi sig árið 2002 þegar að svipaðri aðferð var beitt við röðun á lista að þar var hlutur kvenna veglegur. Það sætir því furðu að formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sjái sig nú knúna til að fara fram á ritvöllinn, með grein í Fréttablaðinu í dag, og gagnrýna leiðina sem einmitt á að skila konum jöfnum hlut á við karla á framboðslistanum. Ég hvet þá sem vilja veg kvenna sem mestan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að styðja blönduðu leiðina. Sú leið snýst einmitt um það að leiðtoginn er kjörinn í opnu prófkjöri þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa þátttökurétt. Að því loknu mun uppstillingarnefnd, sem einnig er kjörin af hátt í 2000 fulltrúaráðsmeðlimum í Reykjavík, raða upp á listann frambærilegum konum og körlum. Höfundur er stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar