Æ Björt, svaraðu mér Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Hæstvirtur umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir. Vonandi misvirðir þú þetta opna bréf ekki við mig, eða heldur að ég láti formlegheit þingsalarins lönd og leið og ávarpi þig einungis með fornafni. Þannig er nefnilega mál með vexti, Björt, að 24. maí var fyrirspurn minni til þín dreift á Alþingi. Ég var í sjálfu sér ekkert að stressa mig á svarleysinu strax, en nú er svo komið að það er liðinn 71 dagur án svars og 51 virkur dagur. Og þar sem ég veit að þú berst gegn fúski, Björt, undra ég mig pínulítið á þessu, samkvæmt lögum um þingsköp ber þér nefnilega að svara mér „eigi síðar en 15 virkum dögum eftir að fyrirspurn var leyfð“. Trauðla mundi ég þó angra þig með þessu ef málefnið væri ekki ansi brýnt. Þetta snýst nefnilega um línulagnir á og við vatnsverndarsvæði. Í þeim málum hefur heilmikið gerst í sumar á meðan þú hundsaðir lög um þingsköp og svaraðir mér ekki. Hér er annars fyrirspurnin: 1. Telur ráðherra, í ljósi þess að í Áhættumati vegna vatnsverndar fyrir Sandskeiðslínu 1 og tengivirki á Sandskeiði, sem verkfræðistofan EFLA gerði fyrir Landsnet og birt var í febrúarbyrjun 2017, er bent á hættu á mengun vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins meðan á framkvæmdum við Sandskeiðslínu 1 og tengivirki stendur, að færa skuli áformaða háspennulínu fjær vatnsbólunum? 2. Hvernig telur ráðherra að haga beri eftirliti með framkvæmdum, skilyrðum um magn og meðferð mengandi efna á vatnsverndarsvæðunum og öðrum mengunarvarnarráðstöfunum ef af lagningu Sandskeiðslínu 1 verður um þær slóðir sem nú er gert ráð fyrir? 3. Telur ráðherra, í ljósi Hæstaréttardóms í máli nr. 575/2016, þar sem fellt var úr gildi framkvæmdaleyfi og umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2, sem einnig tók til Sandskeiðslínu 1, að gera þurfi nýtt umhverfismat vegna Sandskeiðslínu 1? Það sem hér er kallað Sandskeiðslína 1 heitir nú Lyklafellslína. Spurningar standa hins vegar og það er brýnt að fá svör, því nú er komið að veitingu framkvæmdaleyfis. Björt, gerðu það svaraðu mér. E.s. Ég hef farið fram á fund í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um þessa línulögn og það væri nú gaman að hafa fengið svar fyrir hann. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Hæstvirtur umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir. Vonandi misvirðir þú þetta opna bréf ekki við mig, eða heldur að ég láti formlegheit þingsalarins lönd og leið og ávarpi þig einungis með fornafni. Þannig er nefnilega mál með vexti, Björt, að 24. maí var fyrirspurn minni til þín dreift á Alþingi. Ég var í sjálfu sér ekkert að stressa mig á svarleysinu strax, en nú er svo komið að það er liðinn 71 dagur án svars og 51 virkur dagur. Og þar sem ég veit að þú berst gegn fúski, Björt, undra ég mig pínulítið á þessu, samkvæmt lögum um þingsköp ber þér nefnilega að svara mér „eigi síðar en 15 virkum dögum eftir að fyrirspurn var leyfð“. Trauðla mundi ég þó angra þig með þessu ef málefnið væri ekki ansi brýnt. Þetta snýst nefnilega um línulagnir á og við vatnsverndarsvæði. Í þeim málum hefur heilmikið gerst í sumar á meðan þú hundsaðir lög um þingsköp og svaraðir mér ekki. Hér er annars fyrirspurnin: 1. Telur ráðherra, í ljósi þess að í Áhættumati vegna vatnsverndar fyrir Sandskeiðslínu 1 og tengivirki á Sandskeiði, sem verkfræðistofan EFLA gerði fyrir Landsnet og birt var í febrúarbyrjun 2017, er bent á hættu á mengun vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins meðan á framkvæmdum við Sandskeiðslínu 1 og tengivirki stendur, að færa skuli áformaða háspennulínu fjær vatnsbólunum? 2. Hvernig telur ráðherra að haga beri eftirliti með framkvæmdum, skilyrðum um magn og meðferð mengandi efna á vatnsverndarsvæðunum og öðrum mengunarvarnarráðstöfunum ef af lagningu Sandskeiðslínu 1 verður um þær slóðir sem nú er gert ráð fyrir? 3. Telur ráðherra, í ljósi Hæstaréttardóms í máli nr. 575/2016, þar sem fellt var úr gildi framkvæmdaleyfi og umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2, sem einnig tók til Sandskeiðslínu 1, að gera þurfi nýtt umhverfismat vegna Sandskeiðslínu 1? Það sem hér er kallað Sandskeiðslína 1 heitir nú Lyklafellslína. Spurningar standa hins vegar og það er brýnt að fá svör, því nú er komið að veitingu framkvæmdaleyfis. Björt, gerðu það svaraðu mér. E.s. Ég hef farið fram á fund í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um þessa línulögn og það væri nú gaman að hafa fengið svar fyrir hann. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar