Eru bara 4,6 prósent lífeyrisþega í fátækt? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 um samanburð á lífeyriskerfum fimm landa, sem eru Ísland, Bretland, Danmörk, Holland og Svíþjóð, kemur fram að vernd gegn alvarlegri fátækt er náð með því að taka öryrkja út úr skýrslunni og bara á Íslandi skerða allar tekjur umfram lágt frítekjumark lífeyri frá hinu opinbera. Til að ná Íslandi í undir 4,6% fátækt hjá lífeyrissjóðsþegum varð að taka alla öryrkja út úr skýrslunni og sameina almannalífeyrissjóðskerfið við hið opinbera til að búa til eitt kerfi úr tveim gjörólíkum réttindakerfum, þar sem opinbera kerfið er helmingi betra en það almenna. Íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjutengingu lífeyris úr opinbera kerfinu. Ísland er jafnframt eina landið þar sem lífeyrir úr opinbera kerfinu fellur niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk segir í samanburðarskýrslunni um lífeyriskerfi þessara fimm landa. 4,6% fölsunin á fátækt er bara um 2.000 manns, en ef rétt hefði verið að staðið væru ekki undir 5.000 manns í lífeyrissjóðskerfinu í sárafátækt og um 15.000 manns í fátækt. Í skýrslu Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í febrúar 2017 eru tölur frá 2013 um miðgildi ráðstöfunartekna notaðar á móti lágmarkslífeyri 2016. Öryrki hvort sem hann býr einn eða með fullfrískum launa- eða lífeyrisþega fær ekki að vera í skýrslunni. Þetta er gert til að ná lífeyrissjóðsgreiðslum til ellilífeyrisþega upp fyrir fátæktarmörk.Fáránlegur samanburður Að bera saman rangar upplýsingar um miðgildi lífeyristekna frá 2013 við 2016 og taka öryrkja út úr samanburðinum til að ná 4,6% lífeyrisþega undir fátæktarmörk er fáránlegt. Að gera þetta einnig með því að hræra saman opinbera lífeyrissjóðskerfinu við almenna kerfið er sorglegt. 400 þúsund króna tekjur í almenna lífeyrissjóðskerfinu í dag skila bara rúmlega 200 þúsund krónum í lífeyri, en rúmlega 300-400 þúsund krónum í opinbera kerfinu. Þá er eftir að skatta, skerða og gera keðjuverkandi skattaskerðingar á þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. 300 þúsund krónur eru fátæktarmörkin í dag og undir 200 þúsundum er sárafátækt og ríkið skattar við um 145 þúsund krónur. Skattbyrði á Íslandi er þriðja hæsta í Evrópu sem hlutfall af landsframleiðslu, bara Svíþjóð og Danmörk hærri. Hátekjuskattur er lægri en hjá flestum nágrannaþjóðum og það á einnig við um fyrirtækja- og fjármagnsskatt. Innheimta Íslendingar um 45 milljörðum króna minna í þessa skatta en okkar næstu nágrannar. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi, um 90 milljarða króna? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Ríkið er ekki að borga krónu í lífeyri eldri borgara og öryrkja. Skattur, skerðingar og keðjuverkandi skerðingar á lífeyrissjóðslaun duga vel fyrir því sem ríkið þykist vera að greiða og það er meira að segja afgangur. Ríkið græðir á lífeyrissjóðskerfinu. Ríkið á því strax að hætta að skatta fátækt, því það leiðir bara til sárafátæktar.Höfundur er varaformaður Flokks fólksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar