Porsche hættir þolakstri og snýr sér að Formula E Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2017 09:45 Bílar frá Porsche og Audi í þolakstri. Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrirtækið hyggðist hætta þátttöku í þolaksturskeppnum og muni snúa sér alfarið að þátttöku í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni. Þessi stefnubreyting er samstíga breyttu viðhorfi og framleiðslu Porsche, sem og móðurfyrirtæki þess, Volkswagen sem alla áherslu leggaj nú á þróun og framleiðslu rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Það er ekki eins og Porsche hætti þátttöku sinni í þolakstri með skít og skömm, þvert á móti, en Porsche hefur til að mynda unnið Le Mans þolaksturskeppnina nú þrjú ár í röð og vann þolakstursmótaröðina árið 2015 og 2016. Porsche hefur þegar hafið hönnun síns fyrsta keppnisbíls í Formula E. Mercedes Benz hefur einnig lýst yfir þátttöku í Formula E keppnisröðinni svo þar á bæ fer keppni harðnandi með þessum tveimur öflugu bílaframleiðendum. Audi ætlar líka að taka þátt í Formula E og kemur það ekki á óvart þar sem fyrirtækið tilheyrir einnig Volkswagen Group, líkt og Porsche. Fyrir eru í Formula E mótaröðinni stórir og þekktir framleiðendur eins og BMW, Renault, Jaguar og Citroën. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent
Það fór eins og í stefndi að Porsche lýsti því yfir að fyrirtækið hyggðist hætta þátttöku í þolaksturskeppnum og muni snúa sér alfarið að þátttöku í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni. Þessi stefnubreyting er samstíga breyttu viðhorfi og framleiðslu Porsche, sem og móðurfyrirtæki þess, Volkswagen sem alla áherslu leggaj nú á þróun og framleiðslu rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla. Það er ekki eins og Porsche hætti þátttöku sinni í þolakstri með skít og skömm, þvert á móti, en Porsche hefur til að mynda unnið Le Mans þolaksturskeppnina nú þrjú ár í röð og vann þolakstursmótaröðina árið 2015 og 2016. Porsche hefur þegar hafið hönnun síns fyrsta keppnisbíls í Formula E. Mercedes Benz hefur einnig lýst yfir þátttöku í Formula E keppnisröðinni svo þar á bæ fer keppni harðnandi með þessum tveimur öflugu bílaframleiðendum. Audi ætlar líka að taka þátt í Formula E og kemur það ekki á óvart þar sem fyrirtækið tilheyrir einnig Volkswagen Group, líkt og Porsche. Fyrir eru í Formula E mótaröðinni stórir og þekktir framleiðendur eins og BMW, Renault, Jaguar og Citroën.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent