Norskir eldisrisar bjargi landsbyggðinni Gunnlaugur Stefánsson skrifar 25. júlí 2017 07:00 Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af. Nú koma norskir eldisrisar aðþrengdir vegna slæmrar reynslu af eldisiðjunni fyrir lífríkið á þeirra heimaslóðum og heimta ókeypis afnot af íslenskum sjó í von um skjótfenginn gróða. Í fyrstu var fullyrt að eldið skaði ekki lífríkið. Niðurstöður vísindamanna eins og Erfðanefndar landbúnaðarins leiða annað í ljós og telja stóraukið fiskeldi hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggja stöðvun á útgáfu leyfa. Eldistækni með opnum sjókvíum er nú talin úrelt í Noregi og bönnuð þar í nýjum eldisfjárfestingum. Þá er gripið í síðasta hálmstráið og boðað að laxeldið bjargi landsbyggðinni og sjálfsagt sé að fórna minni hagsmunum fyrir stærri. Hvaða minni hagsmunir eru hér í húfi? Það er hin óspillta náttúra sem við teljum til einstakra gæða. En það er einmitt landsbyggðarfólkið umfram aðra sem ber ábyrgð á að nýta þessi gæði af sjálfbærni og varðveita af virðingu. Viljum við fórna þeim gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn gróða norskra eldisrisa? Það væri þó reisn yfir því, ef sveitarstjórnir eldissvæða og umhverfisstofnanir settu skilyrði um að allt eldi verði með ófrjóum fiski í lokuðum og sjálfbærum kerfum eins og víðast er nú krafist í nágrannalöndum. Myndum við leyfa geymslu kjarnorkuúrgangs í íslenskum fjörðum fyrir offjár í boði ef bjargi búsetu og lífskjörum á landsbyggðinni um ókomna framtíð? En hvað verður ef endir af ævintýrum verður sá sami og Samherji og Grandi reyndu? Dettur nokkrum manni í hug að norskum eldisrisum þyki þá ofurvænt um íslenskt landsbyggðarfólk?Höfundur er sóknarprestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af. Nú koma norskir eldisrisar aðþrengdir vegna slæmrar reynslu af eldisiðjunni fyrir lífríkið á þeirra heimaslóðum og heimta ókeypis afnot af íslenskum sjó í von um skjótfenginn gróða. Í fyrstu var fullyrt að eldið skaði ekki lífríkið. Niðurstöður vísindamanna eins og Erfðanefndar landbúnaðarins leiða annað í ljós og telja stóraukið fiskeldi hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggja stöðvun á útgáfu leyfa. Eldistækni með opnum sjókvíum er nú talin úrelt í Noregi og bönnuð þar í nýjum eldisfjárfestingum. Þá er gripið í síðasta hálmstráið og boðað að laxeldið bjargi landsbyggðinni og sjálfsagt sé að fórna minni hagsmunum fyrir stærri. Hvaða minni hagsmunir eru hér í húfi? Það er hin óspillta náttúra sem við teljum til einstakra gæða. En það er einmitt landsbyggðarfólkið umfram aðra sem ber ábyrgð á að nýta þessi gæði af sjálfbærni og varðveita af virðingu. Viljum við fórna þeim gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn gróða norskra eldisrisa? Það væri þó reisn yfir því, ef sveitarstjórnir eldissvæða og umhverfisstofnanir settu skilyrði um að allt eldi verði með ófrjóum fiski í lokuðum og sjálfbærum kerfum eins og víðast er nú krafist í nágrannalöndum. Myndum við leyfa geymslu kjarnorkuúrgangs í íslenskum fjörðum fyrir offjár í boði ef bjargi búsetu og lífskjörum á landsbyggðinni um ókomna framtíð? En hvað verður ef endir af ævintýrum verður sá sami og Samherji og Grandi reyndu? Dettur nokkrum manni í hug að norskum eldisrisum þyki þá ofurvænt um íslenskt landsbyggðarfólk?Höfundur er sóknarprestur
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar