Ólíkt hafast ráðherrar að … Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Fréttir hafa birst um að Íbúðalánasjóður hyggist selja um 300 íbúðir í eigu sjóðsins á SV-horninu til sveitarfélaga. Íbúðirnar, sem sjóðurinn leysti til sín á sínum tíma, eru í útleigu. Margir leigjendur þessara íbúða er fólk sem átti þær áður, en hefur fengið að leigja þær af Íbúðalánasjóði á viðráðanlegu verði eftir að sjóðurinn leysti íbúðirnar til sín í kjölfar efnahagshrunsins. Margir leigjendur þessara íbúða hafa hærri tekjur en þröng tekjumörk sveitarfélaga setja til að mega leigja félagslegt húsnæði (m.v. 240 þúsund krónur brúttó á mánuði). Ef leigjendur þessara íbúða missa þennan leigusamning eru þeir settir í óvissu á leigumarkaði sem einkennist af skömmum leigutíma og háu leiguverði. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hefur beðið Íbúðalánasjóð að bíða með að selja íbúðirnar meðan unnið er að lausn þeirra leigjenda sem búa í íbúðunum. Ég styð þessa beiðni Þorsteins. Ein tillaga að úrlausn er að setja á laggirnar sérstakt opinbert leigufélag sem tekur yfir þessar eignir og heldur áfram að leigja þær út til þeirra sem vilja, til langs tíma og óháð tekjum. Á sínum tíma starfaði leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, sem leigði fólki óháð tekjum til langs tíma á viðráðanlegu verði og veitti 450 fjölskyldum skjól og öryggi. Leigufélagið Klettur var selt til leigufélags í eigu Gamma og leigjendur sem bjuggu áður við langtímaleigu og viðráðanlegt leiguverð þurftu að greiða 40-50% hærri leigu í skilyrtan leigutíma, eða til eins árs í senn. Leigufélagið Klettur var selt í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur sem gerði lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir söluna eða leita annarra lausna og jók því húsnæðisvanda fólks sem áður leigði hjá leigufélaginu. Það ber að hrósa Þorsteini fyrir þá viðleitni að verja hagsmuni leigjenda og leita lausna í stað þess að selja ofan af þeim heimili þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir hafa birst um að Íbúðalánasjóður hyggist selja um 300 íbúðir í eigu sjóðsins á SV-horninu til sveitarfélaga. Íbúðirnar, sem sjóðurinn leysti til sín á sínum tíma, eru í útleigu. Margir leigjendur þessara íbúða er fólk sem átti þær áður, en hefur fengið að leigja þær af Íbúðalánasjóði á viðráðanlegu verði eftir að sjóðurinn leysti íbúðirnar til sín í kjölfar efnahagshrunsins. Margir leigjendur þessara íbúða hafa hærri tekjur en þröng tekjumörk sveitarfélaga setja til að mega leigja félagslegt húsnæði (m.v. 240 þúsund krónur brúttó á mánuði). Ef leigjendur þessara íbúða missa þennan leigusamning eru þeir settir í óvissu á leigumarkaði sem einkennist af skömmum leigutíma og háu leiguverði. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra hefur beðið Íbúðalánasjóð að bíða með að selja íbúðirnar meðan unnið er að lausn þeirra leigjenda sem búa í íbúðunum. Ég styð þessa beiðni Þorsteins. Ein tillaga að úrlausn er að setja á laggirnar sérstakt opinbert leigufélag sem tekur yfir þessar eignir og heldur áfram að leigja þær út til þeirra sem vilja, til langs tíma og óháð tekjum. Á sínum tíma starfaði leigufélagið Klettur, sem var í eigu Íbúðalánasjóðs, sem leigði fólki óháð tekjum til langs tíma á viðráðanlegu verði og veitti 450 fjölskyldum skjól og öryggi. Leigufélagið Klettur var selt til leigufélags í eigu Gamma og leigjendur sem bjuggu áður við langtímaleigu og viðráðanlegt leiguverð þurftu að greiða 40-50% hærri leigu í skilyrtan leigutíma, eða til eins árs í senn. Leigufélagið Klettur var selt í ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur sem gerði lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir söluna eða leita annarra lausna og jók því húsnæðisvanda fólks sem áður leigði hjá leigufélaginu. Það ber að hrósa Þorsteini fyrir þá viðleitni að verja hagsmuni leigjenda og leita lausna í stað þess að selja ofan af þeim heimili þeirra.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun