Spesíur Júdasar og endimörk ágengni 26. júlí 2017 10:00 Það er þakkar- og lofsvert þegar forystufólk sveitarstjórna eða aðrir ráðamenn taka þátt í opinni umræðu um samfélagsleg álitamál. Sú umræða getur vissulega stundum lent á villigötum. Bæði er það svo, að skoðanir okkar á álitamálum eiga það til að mótast af ólíkum hagsmunum eða áhugamálum, hins vegar ganga menn út frá ólíkum forsendum sem óhjákvæmilega leiða til sundurleitrar niðurstöðu. Grein Péturs G. Markan, sveitarstjóra og formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga (Fréttabl. 3.7. sl.) var gott innlegg í samræður um umdeilt mál. Pétur tekur til umfjöllunar grein eftir mig (Fréttabl. 19.6. sl.) sem fjallaði að meginmáli um niðurstöðu loftslagsskýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Samtímis birtust greinargerðir heimssamtaka um afleitt ástand jarðarinnar bæði hvað varðar búsvæði villtra dýra sem og útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að ganga útúr Parísarsamkomulaginu bættist við. Kveikja greinar minnar voru þó viljayfirlýsingar sem komu frá framkvæmdaaðilum laxasjóeldis víðs vegar um land. Þar voru tíunduð áform um stóraukið laxeldi í fjörðum þriggja landsfjórðunga. Nú átti að kýla á það, eins og okkur Íslendingum er einum lagið. Er skortur á matvælum? Við skulum staldra við. Vantar okkur eða heiminn meira af matvælum? Á tíundu hverri sekúndu deyr barn úr hungri, þrátt fyrir að næg matvæli séu í heiminum til að fæða milli 10 og 12 milljarða jarðarbúa, en þar búa nú um 7,5 milljarðar manns. 800 millj. lifa við örbyrgð, þótt óhemju fjármagn fari á milli fjármálakerfa í leit að arðbærri fjárfestingu; ekki til að seðja hungur. Með þetta í huga ákveða dugnaðarmenn í Noregi og á Íslandi að stíga stórt skref og auka framleiðslu á eldislaxi um verulegt magn. Íslenskir sauðfjárbændur ætla á sama tíma að senda frosið lambakjöt alla leið til Kína. Skyldi þetta hvort tveggja draga úr kolefnisspori okkar? Öll framleiðsla og allir flutningar menga; auka á það sem fyrir er. Þar er laxeldið engin undantekning. Deila má þar um magntölur, ekki eðli. Vonandi tekst í framtíðinni að bæta tækni og aga umgengni og draga þar með úr umhverfisslysum. Það eykur vissulega mengun og hitastig jarðar að auka framleiðslu á matvælum, sem þar að auki er nóg til af, bæði hérlendis og í heiminum. Þar erum við þjóða kappsömust. Vísindaniðurstöður hundsaðar Meðhöndlun ráðamanna á vísindalegum niðurstöðum, þegar að auðlindahagsmunum kemur, er undantekningarlítið svarað með þögn. Orri heitinn Vigfússon, vinur minn, sagði mér margar sögur af vinnu sinni til verndar villtum laxastofnum í N-Atlantshafi. Ég las bréf hans til stjórnmálamanna víðsvegar á norðurhveli sem og á Íslandi. Þótt stórmerkt starf hans hafi í upphafi snúist um uppkaup á laxanetalögnum í sjó, færðist barátta hans fljótlega yfir á verndun lífríkis villtra laxa og silunga og hreinleika stofna þeirra. Þar voru virkjanaáform í neðri Þjórsá og hröð uppbygging laxeldis í sjókvíum mesta ógnunin. Orri var afar vandur að vinnu sinni. Hann studdi málflutning sinn með margrýndum niðurstöðum heimsþekktra vísindamanna, þar sem því var við komið, eða með reynslu af öðrum svæðum, þar sem það átti við. Niðurstaða hans í samtali við mig var dapurleg. Hann sagði að það virtist litlu máli skipta hve vandaðar skýrslur væru unnar og sendar, og þar væru íslenskir ráðamenn engin undantekning, lítið mark væri tekið á þeim, væru þær yfirhöfuð lesnar. Hugarfarið gagnvart auðlindum landsins væri einsleitt. Iðnaðarnýting nánast hvað sem það kostaði. Sjálfbær auðlindastjórnun Við Íslendingar erum dugleg en ekki endilega framsýn þjóð. Látum okkur nægja að horfa fram til næstu mánaða eða ára. Á einu sviði auðlindanýtingar höfum við þó brotið blað. Fiskveiðistjórnunarkerfið, með öllum sínum göllum, tryggir arðbæra og um leið sjálfbæra nýtingu fiskimiðanna til frambúðar. Viðbrögð og athafnir vestfirskra útgerðarmanna á sínum tíma við nýju kerfi voru skelfileg fyrir fjórðunginn. Aðalatriðið virtist vera að brjóta þetta nýja kerfi niður, hvað sem það kostaði. Jafnvel viðbótar úthlutun aflamarks gat ekki komið vitinu fyrir þá. Afleiðingarnar eru augljósar. Fjórðungurinn braut sjálfan sig niður. Nú á að treysta á laxeldi. Pétur fullyrðir að það sé umhverfisvænt. Upplýsingar mínar segja aðra sögu. Úrgangurinn úr kvíunum fer eða síast út í hafið – hvert ætti hann annað að fara ? Þá er það á allra vitorði að leyfisveitingar þar til bærra opinberra stofnana byggjast oft meir á velvilja stjórnenda stofnana til væntanlegrar starfsemi en á hlutlægu, gagnrýnu umhverfismati. Því miður. Það gildir ekki bara um laxeldi. Niðurgreidd náttúruspjöll og mengun Allt fram á síðustu ár hefur þjóðin einnig verið fullvissuð um að virkjanir spilltu lítið og stóriðjan mengaði ekki. Reynslan hefur kennt okkur annað. Við áttum að verða rík af fyrrnefndri starfsemi. Landsvirkjun hefur til skamms tíma verið með bágborna eiginfjárstöðu eftir sextíu ára orkusölu til stóriðju. Stóriðjufyrirtækin sjálf skilja lítið annað eftir en laun þeirra sem þar vinna. Já, ég fullyrti að líkt væri á komið með laxeldið. Hinn raunverulegi virðisauki sem myndast á seinni vinnslustigum yrði eftir erlendis. Þar að auki hefur stóriðja notið mikillar opinberrar fyrirgreiðslu í aðstöðu og niðurgreiðslu bæði í orkuverði og sköttum. Því er haldið dyggilega áfram á Húsavík. Það getur verið virðingarvert að leggja sig fram um að skapa ný störf. Í landinu er þó meira en næg atvinna. Sú viðleitni verður þó fyrir miklum hnekki ef fórnarkostnaðurinn er meiri en ávinningurinn. Við sem af veikum mætti erum að benda á að verjast þurfi frekari átroðslu á náttúruna, lítum svo á að hún megi ekki við frekari ágengni. Við megum ekki með neinu móti halda starfi Geirmundar heljarskinns áfram. Jörðin og landið okkar eru komin að eigin þolmörkum. Það var inngangurinn að grein minni og inntak um leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er þakkar- og lofsvert þegar forystufólk sveitarstjórna eða aðrir ráðamenn taka þátt í opinni umræðu um samfélagsleg álitamál. Sú umræða getur vissulega stundum lent á villigötum. Bæði er það svo, að skoðanir okkar á álitamálum eiga það til að mótast af ólíkum hagsmunum eða áhugamálum, hins vegar ganga menn út frá ólíkum forsendum sem óhjákvæmilega leiða til sundurleitrar niðurstöðu. Grein Péturs G. Markan, sveitarstjóra og formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga (Fréttabl. 3.7. sl.) var gott innlegg í samræður um umdeilt mál. Pétur tekur til umfjöllunar grein eftir mig (Fréttabl. 19.6. sl.) sem fjallaði að meginmáli um niðurstöðu loftslagsskýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Samtímis birtust greinargerðir heimssamtaka um afleitt ástand jarðarinnar bæði hvað varðar búsvæði villtra dýra sem og útblástur gróðurhúsalofttegunda. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að ganga útúr Parísarsamkomulaginu bættist við. Kveikja greinar minnar voru þó viljayfirlýsingar sem komu frá framkvæmdaaðilum laxasjóeldis víðs vegar um land. Þar voru tíunduð áform um stóraukið laxeldi í fjörðum þriggja landsfjórðunga. Nú átti að kýla á það, eins og okkur Íslendingum er einum lagið. Er skortur á matvælum? Við skulum staldra við. Vantar okkur eða heiminn meira af matvælum? Á tíundu hverri sekúndu deyr barn úr hungri, þrátt fyrir að næg matvæli séu í heiminum til að fæða milli 10 og 12 milljarða jarðarbúa, en þar búa nú um 7,5 milljarðar manns. 800 millj. lifa við örbyrgð, þótt óhemju fjármagn fari á milli fjármálakerfa í leit að arðbærri fjárfestingu; ekki til að seðja hungur. Með þetta í huga ákveða dugnaðarmenn í Noregi og á Íslandi að stíga stórt skref og auka framleiðslu á eldislaxi um verulegt magn. Íslenskir sauðfjárbændur ætla á sama tíma að senda frosið lambakjöt alla leið til Kína. Skyldi þetta hvort tveggja draga úr kolefnisspori okkar? Öll framleiðsla og allir flutningar menga; auka á það sem fyrir er. Þar er laxeldið engin undantekning. Deila má þar um magntölur, ekki eðli. Vonandi tekst í framtíðinni að bæta tækni og aga umgengni og draga þar með úr umhverfisslysum. Það eykur vissulega mengun og hitastig jarðar að auka framleiðslu á matvælum, sem þar að auki er nóg til af, bæði hérlendis og í heiminum. Þar erum við þjóða kappsömust. Vísindaniðurstöður hundsaðar Meðhöndlun ráðamanna á vísindalegum niðurstöðum, þegar að auðlindahagsmunum kemur, er undantekningarlítið svarað með þögn. Orri heitinn Vigfússon, vinur minn, sagði mér margar sögur af vinnu sinni til verndar villtum laxastofnum í N-Atlantshafi. Ég las bréf hans til stjórnmálamanna víðsvegar á norðurhveli sem og á Íslandi. Þótt stórmerkt starf hans hafi í upphafi snúist um uppkaup á laxanetalögnum í sjó, færðist barátta hans fljótlega yfir á verndun lífríkis villtra laxa og silunga og hreinleika stofna þeirra. Þar voru virkjanaáform í neðri Þjórsá og hröð uppbygging laxeldis í sjókvíum mesta ógnunin. Orri var afar vandur að vinnu sinni. Hann studdi málflutning sinn með margrýndum niðurstöðum heimsþekktra vísindamanna, þar sem því var við komið, eða með reynslu af öðrum svæðum, þar sem það átti við. Niðurstaða hans í samtali við mig var dapurleg. Hann sagði að það virtist litlu máli skipta hve vandaðar skýrslur væru unnar og sendar, og þar væru íslenskir ráðamenn engin undantekning, lítið mark væri tekið á þeim, væru þær yfirhöfuð lesnar. Hugarfarið gagnvart auðlindum landsins væri einsleitt. Iðnaðarnýting nánast hvað sem það kostaði. Sjálfbær auðlindastjórnun Við Íslendingar erum dugleg en ekki endilega framsýn þjóð. Látum okkur nægja að horfa fram til næstu mánaða eða ára. Á einu sviði auðlindanýtingar höfum við þó brotið blað. Fiskveiðistjórnunarkerfið, með öllum sínum göllum, tryggir arðbæra og um leið sjálfbæra nýtingu fiskimiðanna til frambúðar. Viðbrögð og athafnir vestfirskra útgerðarmanna á sínum tíma við nýju kerfi voru skelfileg fyrir fjórðunginn. Aðalatriðið virtist vera að brjóta þetta nýja kerfi niður, hvað sem það kostaði. Jafnvel viðbótar úthlutun aflamarks gat ekki komið vitinu fyrir þá. Afleiðingarnar eru augljósar. Fjórðungurinn braut sjálfan sig niður. Nú á að treysta á laxeldi. Pétur fullyrðir að það sé umhverfisvænt. Upplýsingar mínar segja aðra sögu. Úrgangurinn úr kvíunum fer eða síast út í hafið – hvert ætti hann annað að fara ? Þá er það á allra vitorði að leyfisveitingar þar til bærra opinberra stofnana byggjast oft meir á velvilja stjórnenda stofnana til væntanlegrar starfsemi en á hlutlægu, gagnrýnu umhverfismati. Því miður. Það gildir ekki bara um laxeldi. Niðurgreidd náttúruspjöll og mengun Allt fram á síðustu ár hefur þjóðin einnig verið fullvissuð um að virkjanir spilltu lítið og stóriðjan mengaði ekki. Reynslan hefur kennt okkur annað. Við áttum að verða rík af fyrrnefndri starfsemi. Landsvirkjun hefur til skamms tíma verið með bágborna eiginfjárstöðu eftir sextíu ára orkusölu til stóriðju. Stóriðjufyrirtækin sjálf skilja lítið annað eftir en laun þeirra sem þar vinna. Já, ég fullyrti að líkt væri á komið með laxeldið. Hinn raunverulegi virðisauki sem myndast á seinni vinnslustigum yrði eftir erlendis. Þar að auki hefur stóriðja notið mikillar opinberrar fyrirgreiðslu í aðstöðu og niðurgreiðslu bæði í orkuverði og sköttum. Því er haldið dyggilega áfram á Húsavík. Það getur verið virðingarvert að leggja sig fram um að skapa ný störf. Í landinu er þó meira en næg atvinna. Sú viðleitni verður þó fyrir miklum hnekki ef fórnarkostnaðurinn er meiri en ávinningurinn. Við sem af veikum mætti erum að benda á að verjast þurfi frekari átroðslu á náttúruna, lítum svo á að hún megi ekki við frekari ágengni. Við megum ekki með neinu móti halda starfi Geirmundar heljarskinns áfram. Jörðin og landið okkar eru komin að eigin þolmörkum. Það var inngangurinn að grein minni og inntak um leið.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun