Kjötið og loftslagsváin Sindri Sigurgeirsson skrifar 17. júlí 2017 14:19 Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun