Kjötið og loftslagsváin Sindri Sigurgeirsson skrifar 17. júlí 2017 14:19 Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun