Kjötið og loftslagsváin Sindri Sigurgeirsson skrifar 17. júlí 2017 14:19 Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00 Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritaði grein á dögunum þar sem hann bendir á að kjötneysla mannsins og framleiðsluhættir í landbúnaði séu veigameiri þáttur í loftslagsbreytingum en notkun á jarðefnaeldsneyti á ökutæki. Það er rétt að metanlosun frá búfénaði er þónokkur og landnotkun hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Innan landbúnaðarins eru mörg tækifæri til þess að berjast gegn loftslagsvánni og bændur um allan heim bera þar mikla ábyrgð ásamt stjórnvöldum og almenningi. Það er hins vegar töluverð einföldun að benda á kjötframleiðslu sem einhvern sökudólg í þessum efnum umfram aðra. Við komumst ekki hjá því að framleiða mat fyrir sístækkandi hóp jarðarbúa. Hins vegar er hægt að grípa til skjótra aðgerða í ýmsum öðrum málaflokkum sem telja mikið, t.d. minnka mengun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis, án þess að það skerði lífsgæði okkar teljanlega. Neysluhegðun fólks hefur mikil áhrif og þar þarf hver og einn að leggja sitt af mörkum, hvort sem er í matarinnkaupum, umgengni við náttúruna, fjölda flugferða á ári eða við val á ökutækjum. Flutningur á matvælum heimshorna á milli hefur líka sitt að segja og þess vegna er það kostur að þjóðir framleiði eigin mat eins og hægt er.Unnið að lausnumMatvælaframleiðendur um allan heim eru mjög berskjaldaðir gagnvart loftlagsbreytingum og standa frammi fyrir miklum áskorunum vegna breytts veðurfars. Í flestum löndum heims vinna bændur og búvísindafólk að því að finna lausnir til þess að landbúnaður geti mætt þeim áskorunum sem loftslagsvandinn hefur í för með sér. Nánast allar þær þjóðir sem hafa sett fram áætlanir vegna loftlagsbreytinga tala um aðgerðir í landbúnaði en hins vegar eyða þær aðeins hluta þess fjármagns sem lagt er til í aðgerðir til þess að taka á vandanum. Þetta er gert þrátt fyrir að í landbúnaði sé að finna mörg tækifæri til þess að hafa jákvæð áhrif með þekktum tækninýjungum og nýjum lausnum. Fjármögnun nýrra leiða í landbúnaði er oft á tíðum torsótt þar sem áhættan er jafnan mikil og verkefnin ekki mjög arðbær í augum fjárfesta.Hvað er til ráða?Í landbúnaði eru þær aðgerðir sem einkum er horft til í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum breytt og bætt landnýting og fóðrun búpenings, aukin sjálfbærni og breytt notkun orkugjafa, aðlögun að breyttu loftslagi og tækniþróun, minni matarsóun og bætt nýting hráefna, ábyrg áburðarnotkun, kolefnisbinding og nýting metans til orkuframleiðslu. Hér á landi hafa lausnir á borð við aukna skógrækt sem kolefnisjöfnunaraðgerð og endurheimt votlendis einkum verið í umræðunni. Loftlagsbreytingarnar hafa nú þegar aukið átök um mörg þau landsvæði sem hægt er að nýta til matvælaframleiðslu í heiminum. Upptök átaka og flóttamannastraumur á í ýmsum tilvikum rætur sínar að rekja til baráttu um ræktarland og aðgang að vatni. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, José Graziano da Silva, hefur sagt að það verði enginn friður í heiminum án þess að takast á við matvælaöryggi og eyða hungri. Það verði hins vegar enginn matur án þess að takast á við loftslagsmálin. Þessi orð framkvæmdastjóra FAO sýna í hnotskurn að loftslagsmálin eru margslungin og vandmeðfarin. Það að tala um landbúnað og kjötneyslu sem ráðandi orsök loftslagsvandans er mikil einföldun.Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.
Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar