Strákarnir rústuðu Svíum og eru komnir í 8-liða úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 13:15 Kári Jónsson sneri aftur eftir meiðsli og var stigahæstur í íslenska liðinu. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í 8-liða úrslit á EM eftir stórsigur á Svíum, 39-73, í dag. Ísland er ekki bara komið í 8-liða úrslit heldur er það öruggt með áframhaldandi sæti í A-deild Evrópumótsins. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Íslendingar myndu vinna 34 stiga sigur. Svíar byrjuðu af miklum krafti og um miðjan 1. leikhluta var staðan 14-2, sænsku strákunum í vil. Það reyndist lognið á undan storminum. Íslenska vörnin skellti hreinlega í lás og á síðustu 35 leiksins fékk Ísland aðeins 25 stig á sig. Íslensku strákarnir náðu forystunni undir 1. leikhluta og litu ekki til baka eftir það. Þeir hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Svía. Staðan í hálfleik var 21-40, Íslandi í vil, og í seinni hálfleik breikkaði bilið. Á endanum munaði 34 stigum á liðunum, 39-73. Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland á mótinu. Bárðdælingurinn skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla sneri Kári Jónsson aftur í íslenska liðið og skoraði 15 stig. Breki Gylfason kom öflugur af bekknum og skilaði 10 stigum, sex fráköstum og fjórum stoðsendingum. Kristinn Pálsson skoraði einnig 10 stig. Það kemur í ljós síðar í dag hvort Ísland mætir Ísrael eða Ítalíu í 8-liða úrslitunum á morgun.Leikinn má sjá hér að neðan og tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér. Körfubolti Tengdar fréttir Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57 Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00 Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15 Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í 8-liða úrslit á EM eftir stórsigur á Svíum, 39-73, í dag. Ísland er ekki bara komið í 8-liða úrslit heldur er það öruggt með áframhaldandi sæti í A-deild Evrópumótsins. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Íslendingar myndu vinna 34 stiga sigur. Svíar byrjuðu af miklum krafti og um miðjan 1. leikhluta var staðan 14-2, sænsku strákunum í vil. Það reyndist lognið á undan storminum. Íslenska vörnin skellti hreinlega í lás og á síðustu 35 leiksins fékk Ísland aðeins 25 stig á sig. Íslensku strákarnir náðu forystunni undir 1. leikhluta og litu ekki til baka eftir það. Þeir hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Svía. Staðan í hálfleik var 21-40, Íslandi í vil, og í seinni hálfleik breikkaði bilið. Á endanum munaði 34 stigum á liðunum, 39-73. Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland á mótinu. Bárðdælingurinn skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla sneri Kári Jónsson aftur í íslenska liðið og skoraði 15 stig. Breki Gylfason kom öflugur af bekknum og skilaði 10 stigum, sex fráköstum og fjórum stoðsendingum. Kristinn Pálsson skoraði einnig 10 stig. Það kemur í ljós síðar í dag hvort Ísland mætir Ísrael eða Ítalíu í 8-liða úrslitunum á morgun.Leikinn má sjá hér að neðan og tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér.
Körfubolti Tengdar fréttir Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57 Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00 Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15 Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57
Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00
Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15
Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30