Körfubolti

Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason með liðsfélögum sínum Kára Jónssyni og Kristni Pálssyni.
Tryggvi Snær Hlinason með liðsfélögum sínum Kára Jónssyni og Kristni Pálssyni. Mynd/KKÍ

Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi.

Riðlakeppninni lauk í gær og þar vann íslenska liðið frábæran endurkomusigur á Svartfjallalandi. Ísland mætir Svíþjóð í sextán liða úrslitum keppninnar.

Tryggvi Snær Hlinason var með 19 stig og 13 fráköst í 60-50 sigrinum á Svartfjallalandi en íslenska liðið kom til baka eftir að hafa lent 21-7 undir eftir fyrsta leikhlutann. Þetta var fyrsti sigur Ísland í sögu úrslitakeppni U20.

Það er gaman að skoða tölfræði keppninnar til þessa en þar er nafn Tryggva mjög áberandi. Hann er með 28,3 framlagsstig að meðaltali í leik og er hærri en allir leikmenn mótsins eftir að öll sextán liðin hafa klárað sína þrjá leiki í riðlakeppninni.

Tryggvi er einu framlagsstigi hærri en ísraelski leikstjórnandinn Tamir Blatt. Tamir Blatt er sonur David Blatt, fyrrum þjálfara Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni.

Tryggvi er í 1. sæti í vörðum skotum með 3,3 að meðaltali í leik og í 3. sæti í fráköstum með 12,7 að meðaltali í leik. Þá hafa aðeins tveir leikmenn nýtt skotin sín bestur en Tryggvi er með 62,5 prósent skotnýtingu. Hann er síðan í 9. sæti í stigaskori með 15,7 stig að meðaltali í leik.


Hæsta framlag leikmanna í riðlakeppninni:
1. Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi, 28,3
2. Tamir Blatt, Ísrael 27,3
3. Simon Birgander, Svíþjóð 26,7
4. Laurynas Birutis, Litháen 24,7
5. Martynas Echodas, Litháen 21,7
6. Milos Popovic, Svartfjallalandi 21,3
7. Yovel Zoosman, Ísrael 20,3
8. Vanja Marinkovic, Serbíu 19,7
9. Omer Yurtseven, Tyrklandi 18,7
10. Marc Marti, Spáni 18,3


Leikir Tryggva á Evrópumótinu til þessa:

Á móti Frakklandi -  32 framlagsstig
16 stig, 15 fráköst, 6 varin skot, 4 stoðsendingar, 58% skotnýting

Á móti Tyrklandi - 22 framlagsstig
12 stig, 10 fráköst, 1 varið skot, 2 stolnir boltar, 67% skotnýting

Á móti Svartfjallalandi - 31 framlagsstig
19 stig, 13 fráköst, 3 varin skot, 64% skotnýting


Tengdar fréttir

Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag.

Naumt tap gegn Frökkum

U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.