„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Hildur Knútsdóttir skrifar 6. júlí 2017 07:00 Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 1) Það er löngu vitað að brennsla á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum loftslagsbreytingum sem ógna nú öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands er þar ekki undanskilið. Á tímum hnattvæðingar erum við ekki eyland í neinum öðrum skilningi en landfræðilegum: Breyttur veruleiki í breyttu loftslagi mun raska jafnvægi á alþjóðavettvangi á komandi áratugum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóð sem treystir jafn mikið á innflutning og við gerum. 2) Ísland mun þurfa að laga innviði að loftslagsbreytingum. Við gætum þurft að byggja varnargarða við strendur, flytja byggð og finna aðrar leiðir til að framleiða rafmagn en með fallvatni frá jökulám þegar jöklarnir bráðna. Það hefur í för með sér kostnað sem mun að öllum líkindum falla á ríkissjóð. 3) Það er sannað að brennsla á olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og ógnin við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið undirstöðuatvinnugrein Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór tekur upp meiri koltvísýring en heitur og súrnar því sérstaklega hratt. Hver dropi af olíu frá Drekasvæðinu sem verður brenndur á næstu árum mun því hafa bein áhrif á hafið í kringum Ísland og þá fiskistofna sem við nýtum. 4) Olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 kostaði um 7.000 milljarða íslenskra króna. Það er afar hæpið að ríkið hafi bolmagn til að borga þann reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem Heiðar er í forsvari fyrir það? 5) Við vitum að loftslagsbreytingar koma til með að valda hörmungum í framtíðinni – þær eru þegar farnar að gera það, til dæmis með tíðari skógareldum, flóðum og öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu sem við brennum því meiri verða hörmungarnar. Að sama skapi eykst hættan á því að við setjum af stað keðjuverkun sem verður ekki stöðvuð. Og hættan er raunveruleg. 6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði út árið 2015 að notkun jarðefnaeldsneytis kosti skattgreiðendur um heim allan 5,3 billjónir Bandaríkjadala á ári. 7) Ríki heims skuldbundu sig með Parísarsáttmálanum til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C. Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá má ekki brenna þeim 20 milljörðum tunna af olíu sem Heiðar vonast til að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að halda megum við ekki brenna nema 1/5 af þekktum eldsneytislindum. Heiðar er að leita að nýjum og áður óþekktum lindum og þar með að veðja á að Parísarsamkomulagið – sem ríkisstjórn Íslands hefur nótabene fullgilt – haldi ekki. Heiðar segir að ef þetta gangi eftir og olía finnist þá muni Ísland gjörbreytast og verða í stöðu til að „hjálpa umheiminum“. En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga. Ef við, Íslendingar, ætlum í alvörunni að loka augunum fyrir staðreyndum og láta stjórnast af græðgi þá skulum við vita að þetta verða aldrei annað en blóðpeningar. Og Ísland verður ekki samt. Höfundur greinarinnar er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 1) Það er löngu vitað að brennsla á jarðefnaeldsneyti veldur hröðum loftslagsbreytingum sem ógna nú öllu lífríki jarðar. Lífríki Íslands er þar ekki undanskilið. Á tímum hnattvæðingar erum við ekki eyland í neinum öðrum skilningi en landfræðilegum: Breyttur veruleiki í breyttu loftslagi mun raska jafnvægi á alþjóðavettvangi á komandi áratugum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þjóð sem treystir jafn mikið á innflutning og við gerum. 2) Ísland mun þurfa að laga innviði að loftslagsbreytingum. Við gætum þurft að byggja varnargarða við strendur, flytja byggð og finna aðrar leiðir til að framleiða rafmagn en með fallvatni frá jökulám þegar jöklarnir bráðna. Það hefur í för með sér kostnað sem mun að öllum líkindum falla á ríkissjóð. 3) Það er sannað að brennsla á olíu veldur súrnun sjávar. Áhrifin á vistkerfi hafs geta orðið gríðarleg og ógnin við sjávarútveginn, sem lengi hefur verið undirstöðuatvinnugrein Íslands, er raunveruleg. Kaldur sjór tekur upp meiri koltvísýring en heitur og súrnar því sérstaklega hratt. Hver dropi af olíu frá Drekasvæðinu sem verður brenndur á næstu árum mun því hafa bein áhrif á hafið í kringum Ísland og þá fiskistofna sem við nýtum. 4) Olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland, bæði á umhverfi og efnahag. Hreinsun eftir olíuslysið sem varð í Mexíkóflóa árið 2010 kostaði um 7.000 milljarða íslenskra króna. Það er afar hæpið að ríkið hafi bolmagn til að borga þann reikning. Hafa þeir einkaaðilar sem Heiðar er í forsvari fyrir það? 5) Við vitum að loftslagsbreytingar koma til með að valda hörmungum í framtíðinni – þær eru þegar farnar að gera það, til dæmis með tíðari skógareldum, flóðum og öfgum í veðurfari. Og því meiri olíu sem við brennum því meiri verða hörmungarnar. Að sama skapi eykst hættan á því að við setjum af stað keðjuverkun sem verður ekki stöðvuð. Og hættan er raunveruleg. 6) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði út árið 2015 að notkun jarðefnaeldsneytis kosti skattgreiðendur um heim allan 5,3 billjónir Bandaríkjadala á ári. 7) Ríki heims skuldbundu sig með Parísarsáttmálanum til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C. Ef Parísarsáttmálinn á að halda þá má ekki brenna þeim 20 milljörðum tunna af olíu sem Heiðar vonast til að finna. Ef Parísarsáttmálinn á að halda megum við ekki brenna nema 1/5 af þekktum eldsneytislindum. Heiðar er að leita að nýjum og áður óþekktum lindum og þar með að veðja á að Parísarsamkomulagið – sem ríkisstjórn Íslands hefur nótabene fullgilt – haldi ekki. Heiðar segir að ef þetta gangi eftir og olía finnist þá muni Ísland gjörbreytast og verða í stöðu til að „hjálpa umheiminum“. En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga. Ef við, Íslendingar, ætlum í alvörunni að loka augunum fyrir staðreyndum og láta stjórnast af græðgi þá skulum við vita að þetta verða aldrei annað en blóðpeningar. Og Ísland verður ekki samt. Höfundur greinarinnar er rithöfundur.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun