Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 19:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti rysjóttan dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn. Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag. Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn. Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag. Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira