Óvenjumiklar sveiflur á gjaldeyrismarkaði um þessar mundir Sæunn Gísladóttir skrifar 30. júní 2017 09:00 Veltan hefur verið meiri en hefðbundið er á gjaldeyrismarkaði síðustu daga. vísir/valli Óvenjumiklar dagsveiflur hafa einkennt gjaldeyrismarkaðinn að undanförnu, að sögn Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings í greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion bankaDæmi séu um að gengi krónunnar sveiflist um tvö til þrjú prósent innan dags. „Svo virðist sem hver og ein viðskipti með gjaldeyri á millibankamarkaði séu að færa verðið meira til en áður,“ segir hann í samtali við blaðið. Gengi krónunnar hefur verið nokkuð sveiflukennt það sem af er ári, þó það hafi á heildina litið styrkst um rúm 4,5 prósent. Síðustu vikur hefur krónan hins vegar veikst umtalsvert eða um 5,8 prósent, samkvæmt gengisvísitölu, í júnímánuði. Sú þróun er þvert á væntingar greinenda sem höfðu flestir spáð umtalsverðri styrkingu gjaldmiðilsins samfara háannatíma í ferðaþjónustunni. Konráð segir það blasa við að smæð gjaldeyrismarkaðarins hafi átt þátt í miklum gengissveiflum krónunnar síðustu vikur og mánuði. Krónan sé lítill gjaldmiðill og því geti lítil viðskipti haft áhrif á verðmyndun hennar frá degi til dags. Greiningardeildin hefur til að mynda bent á að velta með gjaldeyri á millibankamarkaði hafi verið 30 milljarðar króna í maí borið saman við 72 milljarða króna veltu á hlutabréfamarkaði á sama tíma. Þessi litla velta með gjaldeyri valdi því enn fremur að sveiflur innan dags séu meiri nú en oft áður. „Það útskýrir líka sveiflurnar að Seðlabankinn er ekki lengur jafn virkur á gjaldeyrismarkaði,“ útskýrir Konráð. „Hann hefur heldur haldið sig nokkuð til hlés og bregst ekki lengur eins mikið við sveiflum og áður. Meira frjálsræði í fjármagnsflutningum ýkir líka sveiflurnar. Svo virðist sem það hafi hreinlega verið nokkur titringur á markaðinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Sjá meira
Óvenjumiklar dagsveiflur hafa einkennt gjaldeyrismarkaðinn að undanförnu, að sögn Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings í greiningardeild Arion banka.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion bankaDæmi séu um að gengi krónunnar sveiflist um tvö til þrjú prósent innan dags. „Svo virðist sem hver og ein viðskipti með gjaldeyri á millibankamarkaði séu að færa verðið meira til en áður,“ segir hann í samtali við blaðið. Gengi krónunnar hefur verið nokkuð sveiflukennt það sem af er ári, þó það hafi á heildina litið styrkst um rúm 4,5 prósent. Síðustu vikur hefur krónan hins vegar veikst umtalsvert eða um 5,8 prósent, samkvæmt gengisvísitölu, í júnímánuði. Sú þróun er þvert á væntingar greinenda sem höfðu flestir spáð umtalsverðri styrkingu gjaldmiðilsins samfara háannatíma í ferðaþjónustunni. Konráð segir það blasa við að smæð gjaldeyrismarkaðarins hafi átt þátt í miklum gengissveiflum krónunnar síðustu vikur og mánuði. Krónan sé lítill gjaldmiðill og því geti lítil viðskipti haft áhrif á verðmyndun hennar frá degi til dags. Greiningardeildin hefur til að mynda bent á að velta með gjaldeyri á millibankamarkaði hafi verið 30 milljarðar króna í maí borið saman við 72 milljarða króna veltu á hlutabréfamarkaði á sama tíma. Þessi litla velta með gjaldeyri valdi því enn fremur að sveiflur innan dags séu meiri nú en oft áður. „Það útskýrir líka sveiflurnar að Seðlabankinn er ekki lengur jafn virkur á gjaldeyrismarkaði,“ útskýrir Konráð. „Hann hefur heldur haldið sig nokkuð til hlés og bregst ekki lengur eins mikið við sveiflum og áður. Meira frjálsræði í fjármagnsflutningum ýkir líka sveiflurnar. Svo virðist sem það hafi hreinlega verið nokkur titringur á markaðinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Sjá meira