Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsundum á mánuði? Björgvin Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun