Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsundum á mánuði? Björgvin Guðmundsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra sómasamleg kjör, þ.e. kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum. Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra, sem verst eru settir í dag, er 197 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá þeim sem eru hjónabandi og 229 þúsund kr. á mánuði hjá einhleypum. Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs. Alþjóðasamningar segja, að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað lágmarkslaunum. Eftir þessu hefur ekki verið farið. Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir hér; launaþróun var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá? Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta. Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í maí um 14,5%. Þá hefði verið eðlilegt, að lífeyrir hækkaði um það sama eða a.m.k. um 11,5 %. En það gerðist ekki. Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári, fiskvinnslufólk, sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja. Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný, um 9,7%, eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði; þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir. Miðað við orðalag laganna er ljóst, að lögin hafa verið brotin á öldruðum og öryrkjum. Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Lífeyrir hækkaði í janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar, sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi. Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei, öðru nær. Frumvarpið var lagt fram með 0 kr. hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja! Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um 12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr. á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt. Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn. Þetta var alger hungurlús.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun