Íslendingar draga ráðherra Eystrasaltsráðsins til fyrsta fundar í fjögur ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2017 19:04 Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins ásamt fulltrúa Evrópusambandsins funduðu um framtíð sína og fleira á fundi í Reykjavík í dag. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem ráðherrar allra ríkjanna koma saman til fundar. Öll Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin þrjú, Þýskaland, Pólland og Rússland eiga aðild að Eystrasaltsráðinu sem stofnað var fyrir 25 árum en á fundinum í Reykjavík í dag var einnig fulltrúi Evrópusambandsins. En vegna yfirtöku Rússa á Krímskaga og hernaðarlegra afskipta í Úkraínu, hefur ekki verið haldinn ráðherrafundur í ráðinu í fjögur ár. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og formaður Eystrasaltsráðsins, segir Íslendinga hafa gegnt formennsku í því í eitt ár og lagt áherslu á að koma þessum fundi á. „Við vildum þetta samtal á. Þótt það væru erfiðleikar milli þjóðanna þyrfti samtal stjórnmálamanna til að ýta málum áfram. Það er ekkert launungarmál að Eystrasaltslöndin voru treg í taumi. En kannski vegna vinfengis þeirra við Íslendinga fyrr og síðar hafi gert það að verkum að þau gáfu eftir. Því þetta ráð byggir á að allir séu einhuga um niðurstöðu,“ segir Guðmundur Árni. Á meðal fundarefna í dag var framtíð svæðisins, svæðisbundin innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, almannavarnir og samstarf um rannsóknir og nýsköpun. Þá voru áherslumál formennsku Íslands um réttindi barna, lýðræði og jafnrétti til umræðu. Guðmundur Árni segir að vissulega hafi hegðun Rússa undanfarin ár haft truflandi áhrif en öryggismál séu ekki rædd í Eystrasaltsráðinu. „En auðvitað tengist þetta hinni stóru mynd. Það er auðvitað togstreyta til staðar. En við Íslendingar segjum alltaf; tökum samtalið og reynum að finna sameiginlega niðurstöðu og skilning,“ segir Guðmundur Árni. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins ásamt fulltrúa Evrópusambandsins funduðu um framtíð sína og fleira á fundi í Reykjavík í dag. Þetta er í fyrsta skipti í fjögur ár sem ráðherrar allra ríkjanna koma saman til fundar. Öll Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin þrjú, Þýskaland, Pólland og Rússland eiga aðild að Eystrasaltsráðinu sem stofnað var fyrir 25 árum en á fundinum í Reykjavík í dag var einnig fulltrúi Evrópusambandsins. En vegna yfirtöku Rússa á Krímskaga og hernaðarlegra afskipta í Úkraínu, hefur ekki verið haldinn ráðherrafundur í ráðinu í fjögur ár. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og formaður Eystrasaltsráðsins, segir Íslendinga hafa gegnt formennsku í því í eitt ár og lagt áherslu á að koma þessum fundi á. „Við vildum þetta samtal á. Þótt það væru erfiðleikar milli þjóðanna þyrfti samtal stjórnmálamanna til að ýta málum áfram. Það er ekkert launungarmál að Eystrasaltslöndin voru treg í taumi. En kannski vegna vinfengis þeirra við Íslendinga fyrr og síðar hafi gert það að verkum að þau gáfu eftir. Því þetta ráð byggir á að allir séu einhuga um niðurstöðu,“ segir Guðmundur Árni. Á meðal fundarefna í dag var framtíð svæðisins, svæðisbundin innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, almannavarnir og samstarf um rannsóknir og nýsköpun. Þá voru áherslumál formennsku Íslands um réttindi barna, lýðræði og jafnrétti til umræðu. Guðmundur Árni segir að vissulega hafi hegðun Rússa undanfarin ár haft truflandi áhrif en öryggismál séu ekki rædd í Eystrasaltsráðinu. „En auðvitað tengist þetta hinni stóru mynd. Það er auðvitað togstreyta til staðar. En við Íslendingar segjum alltaf; tökum samtalið og reynum að finna sameiginlega niðurstöðu og skilning,“ segir Guðmundur Árni.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira