Þegar óttinn magnast upp Andrés Ingi Jónsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Skáldkonan Hulda orti Hver á sér fegra föðurland í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944. Þarna sat hún í hersetnu landi í miðri síðari heimsstyrjöldinni og setti á blað línur til að lýsa tilfinningunni sem fylgir því að tilheyra friðsælu og herlausu ríki. Landi „með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð“. Heimurinn hefur breyst mikið síðan lýðveldið Ísland leit dagsins ljós, en bjartsýnin er enn til staðar. Það lýsir sér til dæmis í því að þegar Maskína spurði í mars sl. hvort fólk óttaðist að hryðjuverk yrðu framin á Íslandi svöruðu ekki nema tæp átta prósent því játandi. Þar kom reyndar fram að því meira sem fólk hugsar um hryðjuverk, því meiri áhyggjur hefur það af þeim. Það er nefnilega hætt við að óttinn við hryðjuverk næri sjálfan sig og vaxi þannig langt umfram raunverulega hættu. Þess vegna var mikill ábyrgðarhluti af ríkislögreglustjóra að setja vopnaða sérsveitarmenn í almenna löggæslu á fjölskylduviðburðum í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Í landi þar sem lögregla er almennt vopnlaus, þá sendir vopnaður lögreglumaður þau skilaboð út í umhverfið að hætta sé á ferðum. Enda sést í nýrri könnun frá Maskínu að nú eru ríflega 47 prósent Íslendinga orðin hlynnt því að vopnaðir lögreglumenn séu sýnilegir á fjöldasamkomum. Reyndar er stuðningurinn minnstur hjá Reykvíkingum, þeim sem hafa þurft að horfa upp á vígvæðingu hátíðarhalda í borginni sinni, en mestur í landshlutum þar sem fólki berst bara ómurinn af óttaboðskapnum. Boðskap sem greinilega situr eftir og hefur áhrif. Íslendingar bera mikið traust til lögreglunnar, enda verðum við að geta treyst henni þegar á reynir. Hluti af því er að geta litið á hana sem jafningja í þjónustuhlutverki, sem gjörbreytist þegar vopn eru komin í spilið. Við hljótum að geta fundið leiðir til að tryggja öryggi landsmanna án þess að breyta þessu grundvallareðli löggæslunnar.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun