Viðskipti innlent

Kjarninn tapaði 15 milljónum í fyrra

Hörður Ægisson skrifar
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans en heildartekjur vefmiðilsins námu 38 milljónum á síðasta ári.
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans en heildartekjur vefmiðilsins námu 38 milljónum á síðasta ári.
Vefmiðillinn Kjarninn var rekinn með 14,9 milljóna tapi 2016 sem er svipuð niðurstaða og árið áður þegar afkoman var neikvæð um 16,7 milljónir. Heildartekjur Kjarnans námu 38 milljónum og jukust um eina milljón króna frá fyrra ári, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi rekstrarfélags vefmiðilsins, Kjarninn miðlar ehf.Heildareignir Kjarnans voru 18,5 milljónir í árslok 2016 en skuldir um 6,8 milljónir. Eigið fé nam 11,7 milljónum en í ársbyrjun 2017 var handbært fé Kjarnans 2,8 milljónir. Fram kemur í ársreikningi félagsins að hlutafé þess hafi verið aukið um 18 milljónir á árinu 2016.Stærstu hluthafar Kjarnans eru Hjálmar Gíslason, stjórnarformaður Kjarnans, og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir. Þá á Magnús Halldórsson blaðamaður 13,79 prósenta hlut og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, 12,2 prósent í miðlinum. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.