Minna fúsk? Birgir Hermannsson skrifar 12. júní 2017 07:00 Minna fúsk, meiri Björt framtíð! var slagorð Bjartrar framtíðar í síðustu kosningabaráttu. Þetta snjalla slagorð rifjaðist upp fyrir mér þegar þingmenn greiddu atkvæði um dómara í Landsrétti. Núverandi kerfi stöðuveitinga í dómskerfinu var komið á til að binda hendur ráðherra, tryggja sjálfstæði dómsvaldsins og auka traust. Af hverju stóðu þingmenn ekki vörð um þetta kerfi? Í nágrannalöndum okkar eru ekki eilífar deilur um skipan dómara og ekki sama vandamál með skort á trausti. Gildir það jafnt um þjóðþing og dómskerfi. Framganga dómsmálaráðherra og meirihluta Alþingis í málefnum Landsréttar mun því miður minnka traust og skapa tortryggni. Hér þurfti ráðherra einfaldlega að vanda sig meira og skapa sátt um málið. Ekki veit ég hvort þingmenn Bjartrar framtíðar felldu tár líkt og á Kópavogsfundi forðum, þegar þeir sögðu já við tillögu dómsmálaráðherra um skipan Landsréttar. Í það minnsta ættu þeir að fella tár nú, enda framtíðin ekki björt sem stendur. Atkvæðagreiðslur geta skilgreint flokka, líkt og kom í ljós með eftirminnilegum hætti í atkvæðagreiðslu um búvörusamninga fyrir síðustu kosningar. Nú hefur Björt framtíð skilgreint sig að nýju: meira fúsk, minni Björt framtíð! Björt framtíð var stofnuð af Guðmundi Steingrímssyni til að breyta stjórnmálunum. Hvað hefur orðið af því markmiði? Björt framtíð er einnig með sínum hætti arftaki Besta flokksins í íslenskum stjórnmálum. Í ljósi atkvæðagreiðslunnar um Landsrétt er það, eins og Jón Gnarr myndi kannski segja, súrrealískt. Framganga Viðreisnar í málinu kemur kannski ekki á óvart, þó vissulega sé hún vonbrigði. Ráðherrar flokksins eru allt góðir og gegnir Sjálfstæðismenn. Atkvæðagreiðslan gæti orðið Viðreisn skeinuhætt. Margir flokksmenn og kjósendur höfðu vonast eftir frjálslyndum miðjuflokki að evrópskri fyrirmynd, en sitja uppi með Sjálfstæðisflokkinn þversum, og jafnvel ekki svo þversum þegar upp er staðið. Atkvæðagreiðslan um skipan Landsréttar mun fylgja Viðreisn eins og skugginn, jafnvel sem draugur sem ásækir flokkinn reglubundið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Minna fúsk, meiri Björt framtíð! var slagorð Bjartrar framtíðar í síðustu kosningabaráttu. Þetta snjalla slagorð rifjaðist upp fyrir mér þegar þingmenn greiddu atkvæði um dómara í Landsrétti. Núverandi kerfi stöðuveitinga í dómskerfinu var komið á til að binda hendur ráðherra, tryggja sjálfstæði dómsvaldsins og auka traust. Af hverju stóðu þingmenn ekki vörð um þetta kerfi? Í nágrannalöndum okkar eru ekki eilífar deilur um skipan dómara og ekki sama vandamál með skort á trausti. Gildir það jafnt um þjóðþing og dómskerfi. Framganga dómsmálaráðherra og meirihluta Alþingis í málefnum Landsréttar mun því miður minnka traust og skapa tortryggni. Hér þurfti ráðherra einfaldlega að vanda sig meira og skapa sátt um málið. Ekki veit ég hvort þingmenn Bjartrar framtíðar felldu tár líkt og á Kópavogsfundi forðum, þegar þeir sögðu já við tillögu dómsmálaráðherra um skipan Landsréttar. Í það minnsta ættu þeir að fella tár nú, enda framtíðin ekki björt sem stendur. Atkvæðagreiðslur geta skilgreint flokka, líkt og kom í ljós með eftirminnilegum hætti í atkvæðagreiðslu um búvörusamninga fyrir síðustu kosningar. Nú hefur Björt framtíð skilgreint sig að nýju: meira fúsk, minni Björt framtíð! Björt framtíð var stofnuð af Guðmundi Steingrímssyni til að breyta stjórnmálunum. Hvað hefur orðið af því markmiði? Björt framtíð er einnig með sínum hætti arftaki Besta flokksins í íslenskum stjórnmálum. Í ljósi atkvæðagreiðslunnar um Landsrétt er það, eins og Jón Gnarr myndi kannski segja, súrrealískt. Framganga Viðreisnar í málinu kemur kannski ekki á óvart, þó vissulega sé hún vonbrigði. Ráðherrar flokksins eru allt góðir og gegnir Sjálfstæðismenn. Atkvæðagreiðslan gæti orðið Viðreisn skeinuhætt. Margir flokksmenn og kjósendur höfðu vonast eftir frjálslyndum miðjuflokki að evrópskri fyrirmynd, en sitja uppi með Sjálfstæðisflokkinn þversum, og jafnvel ekki svo þversum þegar upp er staðið. Atkvæðagreiðslan um skipan Landsréttar mun fylgja Viðreisn eins og skugginn, jafnvel sem draugur sem ásækir flokkinn reglubundið.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar