Seðlabanki vinnur á móti styrkingu krónunnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. júní 2017 07:00 Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Vísir/GVA Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref. Með lækkuninni dragi nefndin úr muninum á innlendum og erlendum vöxtum og vinni þannig á móti mikilli styrkingu krónunnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því orðnir 4,5%. Þrátt fyrir lækkunina segir Ingólfur að munurinn á nafnvöxtum til skamms tíma, innanlands og erlendis, sé enn mikill eða ríflega fjögur prósentustig en skammtímavextir eru enn mjög lágir í helstu viðskiptalöndum Íslands. Ingólfur segir að raunvaxtamunur sé einnig mikill og hafi ekki lækkað að sama skapi og nafnvaxtamunurinn. „Mikill munur innlendra og erlendra vaxta er því enn talsverður hvati fyrir fjárfesta til að halda fjármunaeignum sínum í krónum sem eykur styrk gjaldmiðilsins. Er þetta umhugsunarefni fyrir næstu skref peningastefnunefndar,“ segir hann. Ingólfur nefnir auk þess að verðbólga sé mjög hófleg, eða 1,7%, og undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá séu verðbólguhorfur góðar og verðbólguvæntingar lágar. Því virðist vera svigrúm fyrir nefndina til þess að stíga frekari skref til lækkunar vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar kemur einmitt fram að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma hafi lækkað áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Þá hafi raunvextir bankans hækkað. Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Í yfirlýsingunni er jafnframt bent á að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika. Hækkun raunvaxta bankans feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika. Peningastefnunefndin ákveður næst vexti 23. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Sjá meira
Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, telur að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentustig sé afar jákvætt skref. Með lækkuninni dragi nefndin úr muninum á innlendum og erlendum vöxtum og vinni þannig á móti mikilli styrkingu krónunnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru því orðnir 4,5%. Þrátt fyrir lækkunina segir Ingólfur að munurinn á nafnvöxtum til skamms tíma, innanlands og erlendis, sé enn mikill eða ríflega fjögur prósentustig en skammtímavextir eru enn mjög lágir í helstu viðskiptalöndum Íslands. Ingólfur segir að raunvaxtamunur sé einnig mikill og hafi ekki lækkað að sama skapi og nafnvaxtamunurinn. „Mikill munur innlendra og erlendra vaxta er því enn talsverður hvati fyrir fjárfesta til að halda fjármunaeignum sínum í krónum sem eykur styrk gjaldmiðilsins. Er þetta umhugsunarefni fyrir næstu skref peningastefnunefndar,“ segir hann. Ingólfur nefnir auk þess að verðbólga sé mjög hófleg, eða 1,7%, og undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá séu verðbólguhorfur góðar og verðbólguvæntingar lágar. Því virðist vera svigrúm fyrir nefndina til þess að stíga frekari skref til lækkunar vaxta. Í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar kemur einmitt fram að verðbólguvæntingar til bæði skamms og langs tíma hafi lækkað áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Þá hafi raunvextir bankans hækkað. Gagnstæðir kraftar hafi sem fyrr áhrif á verðbólguhorfur, þar sem hækkun gengis krónunnar og lítil alþjóðleg verðbólga vegi á móti verðbólguþrýstingi af innlendum rótum. Í yfirlýsingunni er jafnframt bent á að skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika. Hækkun raunvaxta bankans feli hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika. Peningastefnunefndin ákveður næst vexti 23. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Sjá meira