Árin límast lítið við mann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 09:45 Já, þetta flokkast víst undir stórafmæli,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur þegar honum er óskað til hamingju með sjötugsafmælið í dag. Er þó langt í frá upptekinn af því. „Þetta breytir engu fyrir mig. Ég bara bauka í mínu, sama hvaða dagur er. Einhvern veginn límast árin svo lítið við mann. Ég held að það sé töluverð breyting frá því sem áður var. Þá var hlutverk, aldur og staða manna skýrari en á okkar tímum. Nú er allt komið meira á flot. Það er líka sagt um 1968 kynslóðina að hún sé óþolandi því hún vilji vera jafngömul börnunum sínum og neiti að eldast.“ Hann bendir á að áður fyrr hafi menn sem komnir voru á virðulegan aldur átt sinn húsbóndastól og inniskó. „Karlmenn sáust aldrei hlaupa nema þeir væru að missa af strætó eða hlaupa fyrir fé. Maður sá heldur aldrei fullorðinn karlmann á reiðhjóli. Þetta hefur allt skolast til og víkkað út – nú mega rígfullorðnir karlmenn leika sér.“ Reiðhjólið er og hefur alltaf verið aðalfarartæki Péturs, að hans sögn. „Þegar maður venst því að hjóla á maður bara erfitt með að hjóla ekki, það er svo þægilegt að komast rakleitt að staðnum sem maður ætlar á og þurfa aldrei að svipast um eftir bílastæði. Svo fylgir því góð samviska, það gefur manni hreyfingu og betri heilsu.“ Pétur kveðst ekkert ætla að halda upp á daginn. „Ég fæ örugglega eitthvað gott að borða og ég treysti því að það verði súkkulaðikaka með kaffinu. Svo mæta örugglega einhverjir sem standa mér nærri,“ segir hann. Upplýsir að hann eigi tvo syni, annan búsettan í Kaupmannahöfn með konu og tvö börn, sá hafi átt dóttur fyrir sem sé 12 ára og eigi heima í Reykjavík. „Svo á ég yngri strák, hann er sömuleiðis búsettur hér í borginni með sinni konu og þau eiga dreng sem er eins og hálfs árs. Hann heitir Pétur Vésteinn Gunnarsson.“ Pétur kveðst aldrei fara til útlanda að sumri til. „Þá rígheldur Ísland í mig. En á öðrum árstímum rjúkum við hjónin til Kaupmannahafnar að heilsa upp á fólkið okkar um leið og birtist lækkað fargjald. Við vorum líka í París í mars, bjuggum í Kjarvalsíbúðinni sem Reykjavíkurborg á í listamiðstöð í miðri borginni.“ Pétur hefur gert ævi meistara Þórbergs góð skil í bókum og segist alltaf droppa við á Hala þegar hann fari þar framhjá. „Ég hef líka dvalið í húsi Rithöfundasambandsins á Sléttaleiti í Suðursveit. Fyrst þegar ég gisti þar voru þar margar ljósmyndir af fyrri ábúendum, sem þá voru allir látnir, ég var samt alveg laus við draugahræðslu. En næst þegar ég kom að Sléttaleiti þurfti ég á snyrtingu um nótt og þar mætti ég draug. Í millitíðinni hafði nefnilega Ragnheiður, formaður sambandsins, komið þar fyrir spegli í fullri mannhæð og þar blasti við mér þessi draugur. Ég verð að viðurkenna að mér brá.“Pétur fer ekki bara ferða sinna á hjóli, hann notar líka eigin orku til að slá blettinn. Vísir/Ernir Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Já, þetta flokkast víst undir stórafmæli,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur þegar honum er óskað til hamingju með sjötugsafmælið í dag. Er þó langt í frá upptekinn af því. „Þetta breytir engu fyrir mig. Ég bara bauka í mínu, sama hvaða dagur er. Einhvern veginn límast árin svo lítið við mann. Ég held að það sé töluverð breyting frá því sem áður var. Þá var hlutverk, aldur og staða manna skýrari en á okkar tímum. Nú er allt komið meira á flot. Það er líka sagt um 1968 kynslóðina að hún sé óþolandi því hún vilji vera jafngömul börnunum sínum og neiti að eldast.“ Hann bendir á að áður fyrr hafi menn sem komnir voru á virðulegan aldur átt sinn húsbóndastól og inniskó. „Karlmenn sáust aldrei hlaupa nema þeir væru að missa af strætó eða hlaupa fyrir fé. Maður sá heldur aldrei fullorðinn karlmann á reiðhjóli. Þetta hefur allt skolast til og víkkað út – nú mega rígfullorðnir karlmenn leika sér.“ Reiðhjólið er og hefur alltaf verið aðalfarartæki Péturs, að hans sögn. „Þegar maður venst því að hjóla á maður bara erfitt með að hjóla ekki, það er svo þægilegt að komast rakleitt að staðnum sem maður ætlar á og þurfa aldrei að svipast um eftir bílastæði. Svo fylgir því góð samviska, það gefur manni hreyfingu og betri heilsu.“ Pétur kveðst ekkert ætla að halda upp á daginn. „Ég fæ örugglega eitthvað gott að borða og ég treysti því að það verði súkkulaðikaka með kaffinu. Svo mæta örugglega einhverjir sem standa mér nærri,“ segir hann. Upplýsir að hann eigi tvo syni, annan búsettan í Kaupmannahöfn með konu og tvö börn, sá hafi átt dóttur fyrir sem sé 12 ára og eigi heima í Reykjavík. „Svo á ég yngri strák, hann er sömuleiðis búsettur hér í borginni með sinni konu og þau eiga dreng sem er eins og hálfs árs. Hann heitir Pétur Vésteinn Gunnarsson.“ Pétur kveðst aldrei fara til útlanda að sumri til. „Þá rígheldur Ísland í mig. En á öðrum árstímum rjúkum við hjónin til Kaupmannahafnar að heilsa upp á fólkið okkar um leið og birtist lækkað fargjald. Við vorum líka í París í mars, bjuggum í Kjarvalsíbúðinni sem Reykjavíkurborg á í listamiðstöð í miðri borginni.“ Pétur hefur gert ævi meistara Þórbergs góð skil í bókum og segist alltaf droppa við á Hala þegar hann fari þar framhjá. „Ég hef líka dvalið í húsi Rithöfundasambandsins á Sléttaleiti í Suðursveit. Fyrst þegar ég gisti þar voru þar margar ljósmyndir af fyrri ábúendum, sem þá voru allir látnir, ég var samt alveg laus við draugahræðslu. En næst þegar ég kom að Sléttaleiti þurfti ég á snyrtingu um nótt og þar mætti ég draug. Í millitíðinni hafði nefnilega Ragnheiður, formaður sambandsins, komið þar fyrir spegli í fullri mannhæð og þar blasti við mér þessi draugur. Ég verð að viðurkenna að mér brá.“Pétur fer ekki bara ferða sinna á hjóli, hann notar líka eigin orku til að slá blettinn. Vísir/Ernir
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira