Árin límast lítið við mann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2017 09:45 Já, þetta flokkast víst undir stórafmæli,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur þegar honum er óskað til hamingju með sjötugsafmælið í dag. Er þó langt í frá upptekinn af því. „Þetta breytir engu fyrir mig. Ég bara bauka í mínu, sama hvaða dagur er. Einhvern veginn límast árin svo lítið við mann. Ég held að það sé töluverð breyting frá því sem áður var. Þá var hlutverk, aldur og staða manna skýrari en á okkar tímum. Nú er allt komið meira á flot. Það er líka sagt um 1968 kynslóðina að hún sé óþolandi því hún vilji vera jafngömul börnunum sínum og neiti að eldast.“ Hann bendir á að áður fyrr hafi menn sem komnir voru á virðulegan aldur átt sinn húsbóndastól og inniskó. „Karlmenn sáust aldrei hlaupa nema þeir væru að missa af strætó eða hlaupa fyrir fé. Maður sá heldur aldrei fullorðinn karlmann á reiðhjóli. Þetta hefur allt skolast til og víkkað út – nú mega rígfullorðnir karlmenn leika sér.“ Reiðhjólið er og hefur alltaf verið aðalfarartæki Péturs, að hans sögn. „Þegar maður venst því að hjóla á maður bara erfitt með að hjóla ekki, það er svo þægilegt að komast rakleitt að staðnum sem maður ætlar á og þurfa aldrei að svipast um eftir bílastæði. Svo fylgir því góð samviska, það gefur manni hreyfingu og betri heilsu.“ Pétur kveðst ekkert ætla að halda upp á daginn. „Ég fæ örugglega eitthvað gott að borða og ég treysti því að það verði súkkulaðikaka með kaffinu. Svo mæta örugglega einhverjir sem standa mér nærri,“ segir hann. Upplýsir að hann eigi tvo syni, annan búsettan í Kaupmannahöfn með konu og tvö börn, sá hafi átt dóttur fyrir sem sé 12 ára og eigi heima í Reykjavík. „Svo á ég yngri strák, hann er sömuleiðis búsettur hér í borginni með sinni konu og þau eiga dreng sem er eins og hálfs árs. Hann heitir Pétur Vésteinn Gunnarsson.“ Pétur kveðst aldrei fara til útlanda að sumri til. „Þá rígheldur Ísland í mig. En á öðrum árstímum rjúkum við hjónin til Kaupmannahafnar að heilsa upp á fólkið okkar um leið og birtist lækkað fargjald. Við vorum líka í París í mars, bjuggum í Kjarvalsíbúðinni sem Reykjavíkurborg á í listamiðstöð í miðri borginni.“ Pétur hefur gert ævi meistara Þórbergs góð skil í bókum og segist alltaf droppa við á Hala þegar hann fari þar framhjá. „Ég hef líka dvalið í húsi Rithöfundasambandsins á Sléttaleiti í Suðursveit. Fyrst þegar ég gisti þar voru þar margar ljósmyndir af fyrri ábúendum, sem þá voru allir látnir, ég var samt alveg laus við draugahræðslu. En næst þegar ég kom að Sléttaleiti þurfti ég á snyrtingu um nótt og þar mætti ég draug. Í millitíðinni hafði nefnilega Ragnheiður, formaður sambandsins, komið þar fyrir spegli í fullri mannhæð og þar blasti við mér þessi draugur. Ég verð að viðurkenna að mér brá.“Pétur fer ekki bara ferða sinna á hjóli, hann notar líka eigin orku til að slá blettinn. Vísir/Ernir Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Já, þetta flokkast víst undir stórafmæli,“ segir Pétur Gunnarsson rithöfundur þegar honum er óskað til hamingju með sjötugsafmælið í dag. Er þó langt í frá upptekinn af því. „Þetta breytir engu fyrir mig. Ég bara bauka í mínu, sama hvaða dagur er. Einhvern veginn límast árin svo lítið við mann. Ég held að það sé töluverð breyting frá því sem áður var. Þá var hlutverk, aldur og staða manna skýrari en á okkar tímum. Nú er allt komið meira á flot. Það er líka sagt um 1968 kynslóðina að hún sé óþolandi því hún vilji vera jafngömul börnunum sínum og neiti að eldast.“ Hann bendir á að áður fyrr hafi menn sem komnir voru á virðulegan aldur átt sinn húsbóndastól og inniskó. „Karlmenn sáust aldrei hlaupa nema þeir væru að missa af strætó eða hlaupa fyrir fé. Maður sá heldur aldrei fullorðinn karlmann á reiðhjóli. Þetta hefur allt skolast til og víkkað út – nú mega rígfullorðnir karlmenn leika sér.“ Reiðhjólið er og hefur alltaf verið aðalfarartæki Péturs, að hans sögn. „Þegar maður venst því að hjóla á maður bara erfitt með að hjóla ekki, það er svo þægilegt að komast rakleitt að staðnum sem maður ætlar á og þurfa aldrei að svipast um eftir bílastæði. Svo fylgir því góð samviska, það gefur manni hreyfingu og betri heilsu.“ Pétur kveðst ekkert ætla að halda upp á daginn. „Ég fæ örugglega eitthvað gott að borða og ég treysti því að það verði súkkulaðikaka með kaffinu. Svo mæta örugglega einhverjir sem standa mér nærri,“ segir hann. Upplýsir að hann eigi tvo syni, annan búsettan í Kaupmannahöfn með konu og tvö börn, sá hafi átt dóttur fyrir sem sé 12 ára og eigi heima í Reykjavík. „Svo á ég yngri strák, hann er sömuleiðis búsettur hér í borginni með sinni konu og þau eiga dreng sem er eins og hálfs árs. Hann heitir Pétur Vésteinn Gunnarsson.“ Pétur kveðst aldrei fara til útlanda að sumri til. „Þá rígheldur Ísland í mig. En á öðrum árstímum rjúkum við hjónin til Kaupmannahafnar að heilsa upp á fólkið okkar um leið og birtist lækkað fargjald. Við vorum líka í París í mars, bjuggum í Kjarvalsíbúðinni sem Reykjavíkurborg á í listamiðstöð í miðri borginni.“ Pétur hefur gert ævi meistara Þórbergs góð skil í bókum og segist alltaf droppa við á Hala þegar hann fari þar framhjá. „Ég hef líka dvalið í húsi Rithöfundasambandsins á Sléttaleiti í Suðursveit. Fyrst þegar ég gisti þar voru þar margar ljósmyndir af fyrri ábúendum, sem þá voru allir látnir, ég var samt alveg laus við draugahræðslu. En næst þegar ég kom að Sléttaleiti þurfti ég á snyrtingu um nótt og þar mætti ég draug. Í millitíðinni hafði nefnilega Ragnheiður, formaður sambandsins, komið þar fyrir spegli í fullri mannhæð og þar blasti við mér þessi draugur. Ég verð að viðurkenna að mér brá.“Pétur fer ekki bara ferða sinna á hjóli, hann notar líka eigin orku til að slá blettinn. Vísir/Ernir
Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira