Viðskipti erlent

Katar kaupir orustuflugvélar af Bandaríkjamönnum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Um er að ræða 36 orustuflugvélar.
Um er að ræða 36 orustuflugvélar. Vísir/Getty
Katar  Gengið hefur verið frá kaupum yfirvalda í Katar á 36 F-15 orustuflugvélum frá Bandaríkjunum nokkrum dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ásakaði stjórnvöld í Katar um að styðja við hryðjuverk á mjög háu stigi.

BBC greinir frá því að vélarnar hafi kostað 12 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 1.200 milljarða króna, og gengið hafi verið frá kaupunum í Washington í dag.

Stjórnvöld í Katar hafna ásökunum um að yfirvöld séu að fjármagna hryðjuverkasamtök. Fyrr í þessum mánuði slitu Sádi Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen stjórnmálasambandi við Katar út af því.

Stærsta herstöð Bandaríkjanna í mið-Austurlöndum er í Katar í Al-Udeid. Þar búa 10 þúsund bandarískir hermenn sem gegna lykilhlutverki í baráttu Bandaríkjanna við meðlimi Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak.


Tengdar fréttir

Katar ætlar ekki að leggja árar í bát

Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar.

Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar

Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,43
13
174.486
EIK
2,33
7
106.910
EIM
1,44
7
184.158
MAREL
1,36
16
342.683
REGINN
1,31
14
63.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,67
12
472.073
ICEAIR
-1,41
94
128.771
HAGA
-1,02
9
117.877
SKEL
-0,96
1
310
SYN
-0,92
2
10.857
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.